

Greko er 32 ára Dani sem kom frá Hvidovre í síðasta mánuði. Hann hefur bæði spilað á kantinum og á miðjunni hjá Þór.

'Við eigum að halda því áfram, núna finnum við lyktina af einhverju, en við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera'
Það er stórleikur í Lengjudeildinni á morgun, topplið Njarðvíkur heimsækir Bogann og mætir þar Þórsurum sem eru einu stigi á eftir í 2. sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er leikurinn liður í fjórðu síðustu umferð deildarinnar.
Fótbolti.net ræddi í dag við Christian Jakobsen, leikmann Þórs, og var Greko, eins og hann er yfirleitt kallaður, spurður út í leikinn.
Fótbolti.net ræddi í dag við Christian Jakobsen, leikmann Þórs, og var Greko, eins og hann er yfirleitt kallaður, spurður út í leikinn.
„Ég veit ekki mikið um Njarðvík, við erum núna á leið á fund þar sem við förum yfir þá og eftir fundinn veit ég örugglega meira. Tilfinningin fyrir leiknum er góð, sjálfstraustið er gott eftir góða sigra og við erum klárlega tilbúnir í leikinn," segir Greko.
„Stemningin í hópnum er mjög góð, við höfum unnið fullt af leikjum frá því að ég kom, unnið alla nema einn sem endaði með jafntefli. Þetta er á leið í rétta átt og það eru margir leikmenn sem hafa komið til baka úr meiðslum. Hópurinn er orðinn mjög góður, ekki bara byrjunarliðið, heldur líka þeir sem eru á bekknum og jafnvel þeir sem komast ekki í hópinn. Þetta litur mjög vel út."
„Við þurfum að halda áfram frá síðustu leikjum, við erum á góðum kafla og tökum þetta einn leik í einu eins og við höfum gert frá því að ég kom. Við eigum að halda því áfram, núna finnum við lyktina af einhverju, en við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera."
Var þetta góða gengi það sem Greko bjóst við þegar hann kom til Akureyrar í sumarglugganum?
„Þetta er það sem ég var að vonast eftir þegar ég kom, en þetta hefur verið enn betra en ég átti von á. Við erum nánast með fullt hús stiga, vorum í 5. sæti þegar ég kom og erum núna í 2. sæti. Við getum komist á toppinn með sigri á morgun."
Seldu menn þér að markmiðið væri að fara upp?
„Mér var sagt að það væri vilji að fara upp, ef ekki í ár þá á næsta ári. Það er líka það sem mér fannst vera gott verkefni fyrir mig, koma og reyna hjálpa liðinu. Þetta hefur gerst hraðar en ég bjóst við, en þetta er klárlega það sem ég var að vonast eftir," segir Greko.
Hvað finnst þér um deildina?
„Það eru nokkrir mjög góðir leikmenn í deildinni, sérstaklega í okkar liði, en líka í sumum af hinum liðunum. Leikstíllinn er öðruvísi (en í Danmörku), en getustigið er gott," segir Greko.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir