Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heitur fyrir því að snúa aftur í úrvalsdeildina þrátt fyrir erfiða dvöl hjá Wolves
Vitinha í leik með PSG
Vitinha í leik með PSG
Mynd: EPA
Vitinha, miðjumaður PSG, undirbýr sig fyrir leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Vitinha þekkir enska boltann en hann var í herbúðum Wolves á sínum tíma. Hann fékk þó ekki mörg tækifæri. Hann var á láni frá Porto tímabilið 2020-21 en var aðeins fimm sinnum í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni.

„Ég sá þetta ekki sem jákvæða reynslu á þeim tíma því ég var ungur og þegar þú ert ungur getur maður ekki séð það jákvæða í hlutunum. En þetta var magnað, jákvætt en pirrandi," sagði Vitinha.

„Ég fékk ekki mikinn spiltíma en þroskaðist bæði innan sem og utan vallar. Enski boltinn gaf mér mikið og hjálpaði mér að spila eins vel og ég geri í dag og ef ég fengi tækifærið myndi ég gera þetta aftur."

Hann gekk til liðs við PSG ári seinna og er fastamaður í stórkostlegu liði.
Athugasemdir