Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Hugarburðarbolti GW 22 Þáttastjórnandi telur Manchester United vera betri en Arsenal!
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
   sun 29. maí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnþór Ingi: Óli Þórðar var alltaf að drulla yfir mig
Arnþór Ingi hefur byrjað tímabilið af krafti
Arnþór Ingi hefur byrjað tímabilið af krafti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings R., átti mjög flottan leik í fyrsta sigri liðsins í sumar. Liðið hafði þá betur gegn ÍBV út í Eyjum, 3-0 og skoraði Arnþór Ingi eitt markannna.

Hann hefur ef svo má segja skotist fram á sjónarsviðið á þessu og síðasta tímabili, en hann er uppalinn á Skaganum. Hann hætti í fótbolta þegar hann var tvítugur, en byrjaði stuttu síðar að spila með Hamri.

„Ég er alinn upp á Skaganum og ég á nokkra leiki með ÍA í 1. deildinni. Þegar ég er tvítugur þá hætti ég í fótbolta í smástund, en ég náði ekki að hætta mikið lengur en í fimm, sex mánuði. Ég byrjaði þá aðeins að sprikla með Hamri og það byrjaði bara að ganga ágætlega. Út frá því fæ ég svo skólastyrk í Bandaríkjunum og svo eitt sumarið hitti ég Óla Þórðar og hann var eitthvað að drulla yfir mig fyrir að hafa hætt í fótbolta og sagði að ég hefði getað náð langt. Þá sagði ég bara við hann, fyrst ég er svona góður, fáðu mig þá bara Víkíng og næst þegar glugginn opnaði þá skeði það," sagði Arnþór samtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu.

Næsti leikur Víkinga er gegn uppeldisfélagi Arnþórs, ÍA og morgun. Hann segist spenntur fyrir leiknum.

„Það er alltaf gaman að fá að keppa við Skagamenn og þeir eru með hörkulið. Svo skemmir ekki fyrir að maður þekkir nánast alla í liðinu, annað hvort eru þetta frændur manns eða bestu vinir."

Víkingar hafa ekki farið sérstaklega vel af stað í deildinni, en Arnþór Ingi er þó bjartsýnn á framhaldið.

„Við ætlum að rífa okkur í gang, raða inn stigum og rífa okkur upp töfluna. Það eru bara allir sammála um það í klefanum og það verður bara að byrja í Eyjum og halda áfram á morgun."

Viðtalið í heild sinni má hlusta í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner