Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 29. maí 2023 22:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er frábær, gæti ekki verið betri." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara Vals eftir sigurinn á Víkingsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Þetta var alvöru leikur. Við vissum að Víkingar eru í dúndur standi og með mikið sjálfstraust. Ég ætla ekki að segja að við séum búnir að lélegir í síðustu leikjum en við erum ekki búnir að vera fá úrslit og það er ekki gott koma og mæta besta liðinu, sem er í besta forminu en mér fannst við matcha það í alvöru leik. Hefðum geta farið í hina áttina en við náðum fyrsta markinu og náðum svo að fylgja því eftir en þeir hætta ekkert."

„Þetta var skemmtilegur leikur, alvöru tempó, menn tóku á og ég var líka ánægður með að Villi (Vilhjálmur Alvar) lét leikinn ganga, hann var ekki að flauta endalaust. Línan fín þannig það hélt tempóinu í leiknum og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðu minna manna í dag."

Þessi sigur Valsmanna var ekki bara sterkur fyrir Val heldur líka fyrir deildina en þetta opnar toppbaráttuna. 

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem Valur hafi ansi marga stuðningsmenn. Það er ekkert oft sem Valur hefur marga stuðningsmenn. Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu og ef við tölum bara hreina íslensku hefðu Víkingar unnið hér í kvöld og Blikarnir gerðu jafntefli þannig þá hefði bilið breikkað enn meira og við þurftum á þessu að halda."


Athugasemdir
banner