De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   mán 29. maí 2023 22:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
watermark Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er frábær, gæti ekki verið betri." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara Vals eftir sigurinn á Víkingsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Þetta var alvöru leikur. Við vissum að Víkingar eru í dúndur standi og með mikið sjálfstraust. Ég ætla ekki að segja að við séum búnir að lélegir í síðustu leikjum en við erum ekki búnir að vera fá úrslit og það er ekki gott koma og mæta besta liðinu, sem er í besta forminu en mér fannst við matcha það í alvöru leik. Hefðum geta farið í hina áttina en við náðum fyrsta markinu og náðum svo að fylgja því eftir en þeir hætta ekkert."

„Þetta var skemmtilegur leikur, alvöru tempó, menn tóku á og ég var líka ánægður með að Villi (Vilhjálmur Alvar) lét leikinn ganga, hann var ekki að flauta endalaust. Línan fín þannig það hélt tempóinu í leiknum og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðu minna manna í dag."

Þessi sigur Valsmanna var ekki bara sterkur fyrir Val heldur líka fyrir deildina en þetta opnar toppbaráttuna. 

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem Valur hafi ansi marga stuðningsmenn. Það er ekkert oft sem Valur hefur marga stuðningsmenn. Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu og ef við tölum bara hreina íslensku hefðu Víkingar unnið hér í kvöld og Blikarnir gerðu jafntefli þannig þá hefði bilið breikkað enn meira og við þurftum á þessu að halda."


Athugasemdir
banner