Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 29. maí 2023 22:22
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er frábær, gæti ekki verið betri." voru fyrstu viðbrögð Arnars Grétarssonar þjálfara Vals eftir sigurinn á Víkingsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Þetta var alvöru leikur. Við vissum að Víkingar eru í dúndur standi og með mikið sjálfstraust. Ég ætla ekki að segja að við séum búnir að lélegir í síðustu leikjum en við erum ekki búnir að vera fá úrslit og það er ekki gott koma og mæta besta liðinu, sem er í besta forminu en mér fannst við matcha það í alvöru leik. Hefðum geta farið í hina áttina en við náðum fyrsta markinu og náðum svo að fylgja því eftir en þeir hætta ekkert."

„Þetta var skemmtilegur leikur, alvöru tempó, menn tóku á og ég var líka ánægður með að Villi (Vilhjálmur Alvar) lét leikinn ganga, hann var ekki að flauta endalaust. Línan fín þannig það hélt tempóinu í leiknum og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðu minna manna í dag."

Þessi sigur Valsmanna var ekki bara sterkur fyrir Val heldur líka fyrir deildina en þetta opnar toppbaráttuna. 

„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem Valur hafi ansi marga stuðningsmenn. Það er ekkert oft sem Valur hefur marga stuðningsmenn. Ég held að allir óháðir hafi verið á Valsvagninum í kvöld og fagnað þessari niðurstöðu og ef við tölum bara hreina íslensku hefðu Víkingar unnið hér í kvöld og Blikarnir gerðu jafntefli þannig þá hefði bilið breikkað enn meira og við þurftum á þessu að halda."


Athugasemdir