Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 29. maí 2023 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Klæmint Olsen með klúður tímabilsins - „Mögulega það svakalegasta sem ég hef séð“
Klæmint Olsen
Klæmint Olsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski framherjinn Klæmint Olsen mun eflaust naga sig í handarbakið eftir að hafa átt klúður tímabilsins í Bestu deildinni í markalausu jafntefli Breiðabliks gegn Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

Olsen fékk boltann nokkrum sentimetrum fyrir opnu marki en setti boltann yfir.

„Hvernig var þetta ekki mark?
Keflvíkingar lifa af á lyginni einni saman!

Skot úr teignum fer af varnarmanni og breytir um stefnu en Mathias nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja, boltinn aftur fyrir markið þar sem að Klæmint Olsen setur boltann yfir markið af án alls gríns svona fimm sentimetra færi!
skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net, í lýsingu sinni á leiknum.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og hefði þetta líklega skilið liðin að. Fólk var eðlilega í losti á Twitter eftir þetta klúður enda virtist ómögulegt að klúðra þessu.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.












Athugasemdir
banner
banner