Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 29. maí 2023 22:40
Anton Freyr Jónsson
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður frábærlega. Skyldusigur. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu og við urðum að vinna og við gerðum það þannig ég er virkilega sáttur." sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals eftir sigurinn á Víking í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur og tap í þessum leik þá hefðum við verið alltof mörgum stig frá Víkingum og stimpla okkur út í bili sem er ekki gott í 10.umferð. Þetta opnar deildina líka en við erum mest að hugsa um okkur sjálfa."

Fyrri hálfleikurinn var opin og skemmtilegur en síðari hálfleikurinn var frábær og bauð upp á allt. 

„Skemmtanagildið kannski en við féllum svolítið til baka í þessum leik og vorum að beita meira af skyndisóknum og þeir héldu boltanum mikið meira og byggðu upp fleiri sóknir en mér fannst við gera þetta nokkuð vel og allir voru að sinna sínu hlutverki og við náðum inn þremur mörkum en maður var alltof stressaður í lokin, sérstaklega eftir að þeir minnkuðu muninn í 2-3 en við silgdum þessu sem betur fer heim."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja eitt upp á Aron Jóhannssson en Tryggvi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og fékk byrjunarliðssæti í kvöld og svaraði því kalli mjög vel í kvöld. 

„Já virkilega. Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu."


Athugasemdir
banner
banner