Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 29. maí 2023 22:40
Anton Freyr Jónsson
Tryggvi Hrafn: Úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Tryggvi Hrafn var frábær í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mér líður frábærlega. Skyldusigur. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur að halda okkur inn í mótinu og við urðum að vinna og við gerðum það þannig ég er virkilega sáttur." sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals eftir sigurinn á Víking í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Við getum ekki gert neitt annað en að hugsa um okkur og tap í þessum leik þá hefðum við verið alltof mörgum stig frá Víkingum og stimpla okkur út í bili sem er ekki gott í 10.umferð. Þetta opnar deildina líka en við erum mest að hugsa um okkur sjálfa."

Fyrri hálfleikurinn var opin og skemmtilegur en síðari hálfleikurinn var frábær og bauð upp á allt. 

„Skemmtanagildið kannski en við féllum svolítið til baka í þessum leik og vorum að beita meira af skyndisóknum og þeir héldu boltanum mikið meira og byggðu upp fleiri sóknir en mér fannst við gera þetta nokkuð vel og allir voru að sinna sínu hlutverki og við náðum inn þremur mörkum en maður var alltof stressaður í lokin, sérstaklega eftir að þeir minnkuðu muninn í 2-3 en við silgdum þessu sem betur fer heim."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja eitt upp á Aron Jóhannssson en Tryggvi hefur verið mikið á bekknum á tímabilinu og fékk byrjunarliðssæti í kvöld og svaraði því kalli mjög vel í kvöld. 

„Já virkilega. Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu."


Athugasemdir
banner
banner