Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 29. maí 2024 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnið í verkefninu - „Þetta er bara byrjunin hjá honum"
,,Aron er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur"
Ísak skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu gegn Fram.
Ísak skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak kom inn á fyrir Aron gegn Vestra.
Ísak kom inn á fyrir Aron gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Aron Bjarnason og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu báðir gegn Fram. Þeir báðir hafa fengið talsverða gagnrýni í upphafi móts. Aron var keyptur frá Sirius í vetur og Ísak er á láni frá Rosenborg.

Gagnrýnendum fannst Aron ekki vera að ná að sýna sitt besta og fannst Ísak ekki vera í nægilega góðu standi, hreinlega of þungur.

Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, og var hann spurður út í þá staðreynd að þeir hafi báðir skorað í síðasta leik.

„Aron er núna búinn að skora í þremur leikjum í röð sem er mjög gott, spilaði hálfan leik á móti Fylki og ekki á móti Stjörnunni; skoraði gegn Val, Fylki og Fram. Tveir og hálfur leikur, þrjú mörk, það er erfitt að setja út á það. Aron er leikmaður sem kemur sér í góðar stöður og er mjög ógnandi. Ef hann er að skora eða leggja upp í hverjum leik þá er erfitt að biðja um mikið meira. Aron er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagði Dóri.

Halldór segir að Blikar hafi verið meðvitaðir um að þeir væru með verkefni í höndunum að koma Ísaki aftur í toppstand.

„Það er frábært að Ísak sé kominn á blað. Hann kemur til okkar nýkominn úr aðgerð, tognar framan á læri fljótlega eftir að hann kom til okkar og hefur verið að keyra sig í gegnum það, reyna hlífa því aðeins, og við að reyna hlífa honum. Á sama tíma erum við að reyna koma honum í toppstand."

„Við vissum það alveg að þetta yrði verkefni. Hann hefur gefið okkur mikið þegar hann hefur verið að koma inn á og tekur mikið til sín. Hann kom virkilega sterkur inn í leikinn gegn Fram, frábært fyrir hann að ná markinu og var nálægt því að ná inn öðru. Þetta er bara byrjunin hjá honum, það er klárt mál,"
sagði Dóri.

Framundan hjá Breiðabliki er stórleikur gegn Víkingi. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli klukkan 20:15 á morgun.
   29.05.2024 15:00
Dóri Árna: Ótrúlega sérstakt að tvö lið fái lengri tíma á milli leikja

Athugasemdir
banner
banner
banner