Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 29. maí 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Dóri Árna: Ótrúlega sérstakt að tvö lið fái lengri tíma á milli leikja
'Mér finnst lærdómurinn fyrst og fremst vera að þú þarft að vera klár í 90 mínútur á móti Víkingi'
'Mér finnst lærdómurinn fyrst og fremst vera að þú þarft að vera klár í 90 mínútur á móti Víkingi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Menn gáfust aldrei upp, höfðu trú á þessu til enda og það er gott að geta sótt í það'
'Menn gáfust aldrei upp, höfðu trú á þessu til enda og það er gott að geta sótt í það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hiti eftir leik liðanna í fyrra.
Hiti eftir leik liðanna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
Alexander Helgi glímdi við veikindi en er klár í slaginn.
Alexander Helgi glímdi við veikindi en er klár í slaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum 3. júní í fyrra.
Úr leiknum 3. júní í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
'Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan leik'
'Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu 1-4 gegn Fram á sunnudag.
Blikar unnu 1-4 gegn Fram á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hafði betur í viðureign liðanna fyrr á þessu tímabili.
Víkingur hafði betur í viðureign liðanna fyrr á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst hrikalega vel í mig og okkur alla. Strax eftir leikinn á móti Fram þá fór einbeitingin yfir á fimmtudaginn. Menn eru vel meðvitaðir um hvað er í húfi, toppsætið, þannig er bara staðan. Sigur kemur okkur á toppinn og þar viljum við vera. Við erum ótrúlega spenntir fyrir þessum leik á fimmtudaginn," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Framundan er toppslagur gegn Víkingi annað kvöld. Ef Breiðablik vinnur leikinn þá fer liðið á topp Bestu deildarinnar en annars verður Víkingur þar áfram.

Vangaveltur um leikinn og tímasetninguna
Leikurinn fer fram klukkan 20:15 annað kvöld. Leikurinn er liður í 14. umferð, umferð sem klárast um miðjan júlí. Þessi leikur og viðureign Vals og Stjörnunnar fer fram núna þar sem þessi fjögur lið eru að fara í Evrópuleiki í júlí.

Dóri var spurður hvort hann hefði, í draumaheimi, viljað hafa þennan leik á einhverjum öðrum tíma.

„Það er alltaf verið að búa til hlé milli viðureigna í fyrstu umferð Evrópukeppnanna, þá er álagið í rauninni ekki farið að 'kicka' inn. Mögulega væri betra að eiga hlé milli Evrópuleikja þegar þú ert kominn lengra inn í keppnina. Núna er mjög stutt á milli leikja, ekki jafn langt á milli leikja hjá liðunum sem mér finnst svolítið sérstakt."

„En við erum bara klárir. Það er geggjað að fá Víkingana aftur, núna á heimavelli. Núna eru þrír leikir á mjög stuttum tíma og við ætlum að reyna vinna þá, einn leikur af þeim búinn og næsta verkefni er núna á fimmtudaginn."


Víkingur spilaði á laugardaginn á móti ÍA en Breiðablik mætti Fram á sunnudag.

„Við spáum ekkert í það, en mér finnst samt sérstakt að þetta sé gert svona, það eru fjögur lið að spila á milli umferða, ótrúlega sérstakt að tvö af þeim (Valur og Víkingur) fái lengri tíma á milli leikja en hin tvö. Ég ætla ekkert að væla yfir því, þetta er bara fínt fyrir okkur, við æfum ekkert á milli leikja; endurheimt á mánudag, frí á þriðjudag og æfing daginn fyrir leik. Það er nægur tími til að hlaða batteríin. Við verðum klárir, engin spurning."

Sálrænt gott að vera á toppnum
Eins og Dóri nefndi þá er toppsætið í boði. Breiðablik er það lið sem hefur skorað mest í deildinni og Víkingur hefur fengið fæst mörk á sig. Ef Breiðablik vinnur með einu marki þá fer liðið á toppinn á skoruðum mörkum. Hefur toppsætið einhverja þýðingu á þessum tímapunkti tímabilsins?

„Bara sálrænt gott að vera á toppnum. En það er svakalega mikið eftir af mótinu. Þegar við verðum komnir inn í október þá verða menn örugglega búnir að gleyma því sem gerðist í apríl og maí. Þetta snýst bara um að safna stigum í gegnum þessa mánuði og vinna sem flesta leiki, vera svo í þeirri stöðu þegar úrslitakeppnin hefst að vera með þetta í sínum höndum og reyna þá að vinna titilinn."

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna þennan leik og vitum að sigur í leiknum skilar okkur á toppinn, menn auðvitað stefna á það."


Ekki rétt að fyrri leikurinn hafi verið einstefna
Hvað tekur Dóri úr fyrri leiknum gegn Víkingi? Lokatölur urðu 4-1 fyrir Víkingi á Víkingsvelli.

„Þetta er bara annar leikur, búnir að spila marga leiki síðan. Hópurinn er búinn að fara í gegnum allskonar dali, höfum verið mjög þunnir á köflum og svo hafa menn komið til baka og gripið sénsinn. Það er sama með Víkingana. Ég held að það sé ekki mikið hægt að horfa í þann leik, umræðan hefur snúist upp í að þetta hafi verið einhver einstefna þessi leikur, en hann var það auðvitað ekki. Þetta var 2-1 lengi vel, við spiluðum fínan seinni hálfleik og vorum nálægt því að jafna leikinn. Svo fer þetta alveg í blálokin og það var svekkjandi."

„Mér finnst lærdómurinn fyrst og fremst vera að þú þarft að vera klár í 90 mínútur á móti Víkingi, þú getur ekki verið að tapa einn á einn stöðum út um allan völl og mátt ekki vera 'soft' í eina sekúndu. Þá verður þér refsað. Víkingar voru mjög klínískir í þessum leik, en við horfum ekki mikið í hann, rúmur mánuður síðan hann var og margir leikir farið fram síðan. Það er bara einn dagur í einu og það er leikur á fimmtudaginn. Við tökum það jákvæða úr síðustu leikjum og verðum vel undirbúnir."


Býst við því að Aron Elís og Pablo spili
Þeir Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed voru ekki með Víkingum gegn ÍA á laugardag. Býst þú við því að þeir verði klárir á móti ykkur?

„Ég geri ráð fyrir þeim báðum."

Gott að geta sótt í trúna
Leikurinn liðanna fyrir ári síðan á Kópavogsvelli var mjög eftirminnilegur. Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og náði jafntefli og menn létu í kjölfarið aðeins finan fyrir ?er.

Hvað kemur upp í hugann þegar þú hugsar um þann leik?

„Fyrst og fremst karakter. Það var risastórt fyrir okkur á þeim tímapunkti að koma til baka í þeim leik. Þetta var eins og mikið af þessum leikjum: 50-50 leikur, mikil barátta og fastur leikur. Það var lítið um færi, Víkingar auðvitað komnir í góða stöðu. En menn gáfust aldrei upp, höfðu trú á þessu til enda og það er gott að geta sótt í það. Það hafa orðið töluverðar breytingar á liðunum síðan þá. Það var geggjaður leikur fyrir áhorfendur, deildina og alla."

„Nú er þetta nýtt tímabil, nýr leikur og hann spilast örugglega allt öðruvísi. Vonandi þurfum við ekki að grafa það djúpt að þurfa skora tvö mörk á sjöttu mínútu uppbótartíma til að fá eitthvað út úr leiknum. Þetta var fjörugur leikur í fyrra, vonandi höfum við betri stjórn á hlutunum í þessum leik."


Lúxusvandamál frekar en hausverkur
Alexander Helgi Sigurðarson fór af velli í síðasta leik. Hvernig er staðan á honum og hópnum í heild?

„Alexander var veikur og hafði bara ekki kraft í meira. Það eru allir klárir í leikinn," sagði Dóri í gær.

Verður hausverkur að velja í hópinn?

„Það er bara verkefni og menn eru meðvitaðir um að við erum með stóran; breiðan og sterkan hóp. Það er stutt á milli í þessu, einn daginn ertu að byrja, svo hvíliru einn leik hér og þar. Við erum mjög ánægðir með þá sem hafa komið inn af bekknum, allir áttu frábæra frammistöðu á móti Fram og sama á móti Stjörnunni."

„Það er gríðarlega mikilvægt að það séu allir á sömu blaðsíðu, allir að róa í sömu átt og taki sitt hlutverk alvarlega; sama hvort þeir eru að byrja, koma inn af bekknum eða þeir sem lenda utan hóps. Þetta er fljótt að breytast og menn fá tækifæri síðar. Það er mikilvægt að liðið setji eigið egó aðeins til hliðar og það er eitthvað sem við höfum verið góðir í að gera. Einn af okkar styrkleikum hefur verið að vera sterkt og þétt lið. Hausverkur, nei nei, frekar lúxusvandamál."


Þurfa að finna bestu leiðina út frá eigin gildum
Víkingur hefur verið í brasi í nokkrum leikjum, m.a. gegn Fram og HK sem spiluðu með fimm manna varnarlínu gegn þeim. Er það eitthvað sem Dóri hefur íhugað?

„Nei, raunverulega ekki. Það hefur ekki verið okkar leið. Þessi lið hafa ekki bara farið í fimm manna vörn, heldur hafa þau lagst mjög lágt, eru lið sem spila með fimm manna vörn og gera það vel. Þau liggja mun lægra en við og spila öðruvísi. Ég er ekki viss um að það myndi fara okkur eitthvað sérstaklega vel að vera einhver útgáfa á þeim liðum. Við þurfum bara að trúa á okkur og finna hver besta leiðin til að spila við Víking er út frá okkar gildum, en ekki einhverja annarra."

Þurfa að vera ofan á í baráttunni
Hvað þurfið þið að gera til að vinna þá?

„Við þurfum að vera duglegir, vinnusamir og harðir. Ég get ekki gefið upp allt leikplanið, en þetta er svona grunnurinn. Þetta er það sem hefur gert gæfumuninn í leikjunum á milli þessara lið, það lið sem hefur orðið ofan á baráttunni hefur unnið þessa leiki. Fyrst og fremst snýst þetta um hugarfar, menn þurfa að vera klárir í að láta finna fyrir sér og vera duglegir," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner