mán 29. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini: Totti átti Gullknöttinn skilið frekar en Owen
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini fyrirliði Juventus skilur ekki hvers vegna samlandi hans Francesco Totti hlaut aldrei Gullknöttinn á ferlinum.

Totti er goðsögn á Ítalíu og í fótboltaheiminum og er frægur fyrir að hafa haldið tryggð við Roma og spilað fyrir félagið í 25 ár.

„Ég hef spilað með Francesco Totti en við vorum nánast alltaf mótherjar á vellinum. Ég sá hann í nokkrum landsleikjum fyrir HM 2006 en svo hætti hann að spila með landsliðinu. Francesco var svo sannarlega stórkostlegur leikmaður og það er synd að við höfum ekki fengið að sjá hann spila á stærra sviði," segir í sjálfsævisögu Chiellini.

„Það er rómantískt að hann hafi tileinkað Roma feril sinn. Hann hefði getað unnið miklu fleiri titla með öðru félagi og orðið að fullkomnari leikmanni. Hann átti að vinna Gullknöttinn.

„Áður en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi tóku yfir voru leikmenn eins og Owen og Shevchenko að vinna Gullknöttinn. Þeir vpru frábærir leikmenn en klárlega ekki betri heldur en Totti."


Totti var partur af ítalska landsliðinu sem vann HM 2006 en þá var Chiellini enn ungur og tók ekki þátt í stórmóti fyrr en EM 2008.

Hjá Roma vann Totti ítölsku deildina einu sinni og bikarinn tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner