Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mið 29. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Guðni: Þetta minnti svolítið á árið í fyrra
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er stoltur af stelpunum sínum að hafa komið til baka og náð í stig gegn Tindastóli í Lengjudeildinni í kvöld en liðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH hafði unnið alla heimaleiki sína fram að leiknum í kvöld en var 1-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

Amber Kristin Michel varði eins og berserkur í marki Tindastóls í síðari hálfleiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark FH þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er því áfram taplaust og er á toppnum með betri markatölu en Tindastóll.

„Mér líður vel. Stoltur af stelpunum og fannst þær gera þetta ótrúlega vel og sýndu mikinn vilja og baráttu og bara FH-hjartað, þannig ég er mjög ánægður með þær."

„Mér fannst hann snúast um stöðubaráttu fyrstu fimmtán mínúturnar. Þær fá gott færi og klára það mjög vel en það sló FH-liðið ekki útaf laginu. Við komum öflugar til baka og óheppnar í lokin að skora ekki. Fengum dauðafæri í lokasnertingunni og hefði verið gott að fara þannig in í hálfleik."

„Við fengum urmul af færum og inn vildi boltinn ekki þar til í lokin sem var sætt. Vissulega hefðum við viljað skora fleiri mörk en svona er þetta."

„Þetta minnti svolítið á árið í fyrra þar sem við vorum að dóminera leiki en gátum ekki skorað. Svona gerist, áfram gakk

,Jájá, algjörlega. Það var gott að fara ekki með tap á bakið. Þetta er okkar vígi, FH-völlurinn, og við viljum halda því áfram."


Guðni er sáttur með tímabilið til þessa og vonast til að þetta haldi áfram á sömu braut.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og við vonandi höldum áfram á sömu braut. Þetta lítur allt rosalega vel út en maður þarf að halda haus og halda fókus. Mótið er rétt hálfnað, þannig við erum í tröppunni og höldum áfram að klífa hana upp," sagði Guðni í lokin.
Athugasemdir
banner
banner