Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 29. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Guðni: Þetta minnti svolítið á árið í fyrra
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er stoltur af stelpunum sínum að hafa komið til baka og náð í stig gegn Tindastóli í Lengjudeildinni í kvöld en liðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH hafði unnið alla heimaleiki sína fram að leiknum í kvöld en var 1-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

Amber Kristin Michel varði eins og berserkur í marki Tindastóls í síðari hálfleiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark FH þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er því áfram taplaust og er á toppnum með betri markatölu en Tindastóll.

„Mér líður vel. Stoltur af stelpunum og fannst þær gera þetta ótrúlega vel og sýndu mikinn vilja og baráttu og bara FH-hjartað, þannig ég er mjög ánægður með þær."

„Mér fannst hann snúast um stöðubaráttu fyrstu fimmtán mínúturnar. Þær fá gott færi og klára það mjög vel en það sló FH-liðið ekki útaf laginu. Við komum öflugar til baka og óheppnar í lokin að skora ekki. Fengum dauðafæri í lokasnertingunni og hefði verið gott að fara þannig in í hálfleik."

„Við fengum urmul af færum og inn vildi boltinn ekki þar til í lokin sem var sætt. Vissulega hefðum við viljað skora fleiri mörk en svona er þetta."

„Þetta minnti svolítið á árið í fyrra þar sem við vorum að dóminera leiki en gátum ekki skorað. Svona gerist, áfram gakk

,Jájá, algjörlega. Það var gott að fara ekki með tap á bakið. Þetta er okkar vígi, FH-völlurinn, og við viljum halda því áfram."


Guðni er sáttur með tímabilið til þessa og vonast til að þetta haldi áfram á sömu braut.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og við vonandi höldum áfram á sömu braut. Þetta lítur allt rosalega vel út en maður þarf að halda haus og halda fókus. Mótið er rétt hálfnað, þannig við erum í tröppunni og höldum áfram að klífa hana upp," sagði Guðni í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner