Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mið 29. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Guðni: Þetta minnti svolítið á árið í fyrra
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er stoltur af stelpunum sínum að hafa komið til baka og náð í stig gegn Tindastóli í Lengjudeildinni í kvöld en liðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH hafði unnið alla heimaleiki sína fram að leiknum í kvöld en var 1-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

Amber Kristin Michel varði eins og berserkur í marki Tindastóls í síðari hálfleiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark FH þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er því áfram taplaust og er á toppnum með betri markatölu en Tindastóll.

„Mér líður vel. Stoltur af stelpunum og fannst þær gera þetta ótrúlega vel og sýndu mikinn vilja og baráttu og bara FH-hjartað, þannig ég er mjög ánægður með þær."

„Mér fannst hann snúast um stöðubaráttu fyrstu fimmtán mínúturnar. Þær fá gott færi og klára það mjög vel en það sló FH-liðið ekki útaf laginu. Við komum öflugar til baka og óheppnar í lokin að skora ekki. Fengum dauðafæri í lokasnertingunni og hefði verið gott að fara þannig in í hálfleik."

„Við fengum urmul af færum og inn vildi boltinn ekki þar til í lokin sem var sætt. Vissulega hefðum við viljað skora fleiri mörk en svona er þetta."

„Þetta minnti svolítið á árið í fyrra þar sem við vorum að dóminera leiki en gátum ekki skorað. Svona gerist, áfram gakk

,Jájá, algjörlega. Það var gott að fara ekki með tap á bakið. Þetta er okkar vígi, FH-völlurinn, og við viljum halda því áfram."


Guðni er sáttur með tímabilið til þessa og vonast til að þetta haldi áfram á sömu braut.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og við vonandi höldum áfram á sömu braut. Þetta lítur allt rosalega vel út en maður þarf að halda haus og halda fókus. Mótið er rétt hálfnað, þannig við erum í tröppunni og höldum áfram að klífa hana upp," sagði Guðni í lokin.
Athugasemdir