Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   mið 29. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Guðni: Þetta minnti svolítið á árið í fyrra
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er stoltur af stelpunum sínum að hafa komið til baka og náð í stig gegn Tindastóli í Lengjudeildinni í kvöld en liðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH hafði unnið alla heimaleiki sína fram að leiknum í kvöld en var 1-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

Amber Kristin Michel varði eins og berserkur í marki Tindastóls í síðari hálfleiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark FH þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er því áfram taplaust og er á toppnum með betri markatölu en Tindastóll.

„Mér líður vel. Stoltur af stelpunum og fannst þær gera þetta ótrúlega vel og sýndu mikinn vilja og baráttu og bara FH-hjartað, þannig ég er mjög ánægður með þær."

„Mér fannst hann snúast um stöðubaráttu fyrstu fimmtán mínúturnar. Þær fá gott færi og klára það mjög vel en það sló FH-liðið ekki útaf laginu. Við komum öflugar til baka og óheppnar í lokin að skora ekki. Fengum dauðafæri í lokasnertingunni og hefði verið gott að fara þannig in í hálfleik."

„Við fengum urmul af færum og inn vildi boltinn ekki þar til í lokin sem var sætt. Vissulega hefðum við viljað skora fleiri mörk en svona er þetta."

„Þetta minnti svolítið á árið í fyrra þar sem við vorum að dóminera leiki en gátum ekki skorað. Svona gerist, áfram gakk

,Jájá, algjörlega. Það var gott að fara ekki með tap á bakið. Þetta er okkar vígi, FH-völlurinn, og við viljum halda því áfram."


Guðni er sáttur með tímabilið til þessa og vonast til að þetta haldi áfram á sömu braut.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og við vonandi höldum áfram á sömu braut. Þetta lítur allt rosalega vel út en maður þarf að halda haus og halda fókus. Mótið er rétt hálfnað, þannig við erum í tröppunni og höldum áfram að klífa hana upp," sagði Guðni í lokin.
Athugasemdir
banner