Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mið 29. júní 2022 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Guðni: Þetta minnti svolítið á árið í fyrra
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er stoltur af stelpunum sínum að hafa komið til baka og náð í stig gegn Tindastóli í Lengjudeildinni í kvöld en liðið er eina taplausa liðið í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH hafði unnið alla heimaleiki sína fram að leiknum í kvöld en var 1-0 undir þegar flautað var til hálfleiks.

Amber Kristin Michel varði eins og berserkur í marki Tindastóls í síðari hálfleiknum en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark FH þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er því áfram taplaust og er á toppnum með betri markatölu en Tindastóll.

„Mér líður vel. Stoltur af stelpunum og fannst þær gera þetta ótrúlega vel og sýndu mikinn vilja og baráttu og bara FH-hjartað, þannig ég er mjög ánægður með þær."

„Mér fannst hann snúast um stöðubaráttu fyrstu fimmtán mínúturnar. Þær fá gott færi og klára það mjög vel en það sló FH-liðið ekki útaf laginu. Við komum öflugar til baka og óheppnar í lokin að skora ekki. Fengum dauðafæri í lokasnertingunni og hefði verið gott að fara þannig in í hálfleik."

„Við fengum urmul af færum og inn vildi boltinn ekki þar til í lokin sem var sætt. Vissulega hefðum við viljað skora fleiri mörk en svona er þetta."

„Þetta minnti svolítið á árið í fyrra þar sem við vorum að dóminera leiki en gátum ekki skorað. Svona gerist, áfram gakk

,Jájá, algjörlega. Það var gott að fara ekki með tap á bakið. Þetta er okkar vígi, FH-völlurinn, og við viljum halda því áfram."


Guðni er sáttur með tímabilið til þessa og vonast til að þetta haldi áfram á sömu braut.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og við vonandi höldum áfram á sömu braut. Þetta lítur allt rosalega vel út en maður þarf að halda haus og halda fókus. Mótið er rétt hálfnað, þannig við erum í tröppunni og höldum áfram að klífa hana upp," sagði Guðni í lokin.
Athugasemdir
banner
banner