Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hannes kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn KR
Mynd: Víkingur
Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Hannes Þór Halldórsson hefði skipt yfir í Víking. Ingvar Jónsson glímrir við meiðsli þessa stundina og Hannes kemur inn og verður til taks ef eitthvað óvænt kemur upp.

Þórður Ingason er aðalmarkvörður Víkings í fjarveru Ingvars. Uggi Auðunsson, markvörður 2. flokks, er fótbrotinn og því var ákveðið að fá Hannes inn ef ske kynni að Þórður myndi meiðast.

Þessum fyrrum landsliðsmarkvörður var látinn fara frá Val eftir síðasta tímabil og ákvað hann svo að leggja hanskana alfarið á hilluna í mars.

Hann er núna kominn með leikheimild og gæti verið í leikmannahópi Víkings þegar liðið mætir KR á Meistaravöllum í 11. umferð Bestu deild karla á föstudag.

„Ef eitthvað bjátar á og kemur upp þá fer ég all-in í þetta, en þangað til er ég áfram í sama pakka og ég er í núna. Ég kíki kannski á einhverjar æfingar en það er ekki kominn samningur. Við eigum eftir að setjast niður og útfæra þetta betur. Menn hafa möguleika á að heyra í mér ef Doddi endar á að fá rautt spjald einhverstaðar eða þannig krísa í gangi, þá geta þeir heyrt í mér hljóðið. Það þurfti að koma þessu formsatriði frá og er kominn í sama félag og börnin mín. Það var margt sem mér fannst skemmtilegt við það að verða aðeins tengdari félaginu og svona, það er margt jákvætt um það að segja og leist vel á að hjálpa til," sagði Hannes í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrir tæpum tveimur vikum síðan.
Útvarpsþátturinn - Hannes, Besta-deildin og Lengjudeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner