Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 29. júlí 2024 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe kaupir meirihluta í Caen
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er að ganga frá kaupum á franska B-deildarfélaginu Caen, en það mun gera hann að einum af yngstu eigendum Evrópuboltans.

Le Parisien segir frá því Mbappe muni fjárfesta um 20 milljónum evra í hlutafé Caen og verður því eigandi meirihluti í félaginu.

Caen spilar í B-deildinni í Frakklandi en félagið var síðast í efstu deild árið 2019.

N'Golo Kanté, Thomas Lemar, Emiliano Sala og William Gallas eru meðal þeirra leikmanna sem hafa spilað fyrir Caen á ferlinum.

Caen var nálægt því að kaupa Kylian Mbappe þegar hann var táningur en stjórnarmenn félagsins voru vissir um að hann væri framtíðarstjarna fótboltans. Ekkert varð úr félagaskiptunum þar sem Caen féll niður í B-deildina.

Þessi kaup Mbappe á Caen gerir hann að einum yngsta eiganda í sögu Evrópuboltans, en hann er aðeins 25 ára gamall.

Í sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Paris Saint-Germain. Hann þénar 15 milljónir evra í árslaun og fékk þá 100 milljónir evra í bónus.
Athugasemdir
banner
banner