Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 29. ágúst 2024 17:11
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Hákon mætir Liverpool og Real Madrid
Svona eru leikir liðanna í fyrsta styrkleikaflokki.
Svona eru leikir liðanna í fyrsta styrkleikaflokki.
Mynd: Meistaradeildin
Í dag var leikjadráttur Meistaradeildarinnar, þá kom í ljós hvaða lið mætast í hinni nýju deildarkeppni. Drátturinn var í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Búið er að afnema riðlakeppnina og í staðinn raðast liðin á eina 36 liða deildartöflu. Í Meistaradeildinni leikur hvert lið átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum í deildarkeppninni (fjóra heima og fjóra úti).

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille fengu áhugaverðan drátt. Þeir mæta Real Madrid (heima), Liverpool (úti), Juventus (h), Atletico (ú), Feyenoord (h), Sporting Lissabon (ú), Sturm Graz (h) og Bologna (ú).

Liverpool mun leika gegn Real Madrid (h), Leipzig (ú), Leverkusen (h), Milan (ú), Lille (h), PSV Eindhoven (ú), Bologna (h) og Girona (ú).

Englandsmeistarar Manchester City munu mæta Inter (h), PSG (ú), Club Brugge (h), Juventus (ú), Feyenoord (h), Sporting Lissabon (ú), Sparta Prag (h) og Slovan Bratislava (ú).

Arsenal mætir PSG (h), Inter (ú), Shakhtar (h), Atalanta (ú), Dinamo Zagreb (h), Sporting (ú), Mónakó (h) og Girona (ú).

Aston Villa leikur gegn Bayern (h), Leipzig (ú), Juventus (h), Brugge (ú), Celtic (h), Young Boys (ú), Bologna (h), Monaco (ú).

Í textalýsingunni hér að neðan má annars sjá mótherja allra liða keppninnar en staðfest leikjaniðurröðun verður ekki gefin út fyrr en á sunnudag.
17:21


Eyða Breyta
17:14


Eyða Breyta
17:08


Eyða Breyta
17:07
Þar með er drættinum lokið


Eyða Breyta
17:07
Mótherjar Sturm Graz:
Leipzig, Dortmund, Club Brugge, Atalanta, Sporting, Lille, Girona og Brest.

Eyða Breyta
17:06
Mótherjar Mónakó:
Barcelona, Inter, Benfica, Arsenal, Rauða stjarnan, Dinamo, Aston Villa og Bologna.

Eyða Breyta
17:05
Mótherjar Slovan Bratislava:
Man City, Bayern, Milan, Atletico, Dinamo, Celtic, Stuttgart og Girona.

Eyða Breyta
17:05
Mótherjar Sparta Prag:
Inter, Man City, Atletico, Leverkusen, Salzburg, Feyenoord, Brest og Stuttgart.

Eyða Breyta
17:04
Mótherjar Aston Villa:
Bayern München (h), Leipzig (ú), Juventus (h), Club Brugge (ú), Celtic (h), Young Boys (ú), Bologna (h) og Mónakó (ú)

Eyða Breyta
17:03
Mótherjar Brest:
Real Madrid, Barcelona, Leverkusen, Shaktar, PSV, Salzburg, Sturm Graz og Sparta Prag.

Eyða Breyta
17:02
Mótherjar Bologna:
Dortmund, Liverpool, Shaktar, Benfica, Lille, Sporting, Mónakó og Aston Villa.

Eyða Breyta
17:01
Mótherjar Girona:
Liverpool, PSG, Arsenal, Milan, Feyenoord, PSV, Bratislava og Sturm Graz.

Eyða Breyta
17:00
Mótherjar Stuttgart:
PSG, Real Madrid, Atalanta, Juventus, Young Boys, Rauða stjarnan, Sparta Prag og Bratislava.

Eyða Breyta
17:00


Eyða Breyta
16:59
Þar með er drættinum lokið úr 3. styrkleikaflokki


Eyða Breyta
16:58
Mótherjar Sporting:
Man City, Leipzig, Arsenal, Club Brugge, Lille, PSV, Bologna og Sturm Graz.

Eyða Breyta
16:58
Mótherjar Celtic:
Leipzig, Dortmund, Club Brugge, Atalanta, Young Boys, Dinamo, Bratislava og Aston Villa.

Eyða Breyta
16:57
Mótherjar Salzburg:
PSG, Real Madrid, Atletico, Leverkusen, Dinamo Zagreb, Feyenoord, Brest og Sparta Prag.

Eyða Breyta
16:56
Mótherjar Rauðu stjörnunnar:
Barcelona, Inter, Benfica, Milan, PSV, Young Boys, Stuttgart og Mónakó.

Eyða Breyta
16:55
Mótherjar Dinamo Zagreb
Dortmund, Bayern, Milan, Arsenal, Celtic, Salzburg, Mónakó og Bratislava.

Eyða Breyta
16:54
Mótherjar Feyenoord:
Bayern, Man City, Leverkusen, Benfica, Salzburg, Lille, Sparta Prag og Girona.

Eyða Breyta
16:54
Mótherjar PSV Eindhoven:
Liverpool, PSG, Shaktar, Juventus, Sporting, Rauða stjarnan, Girona og Brest.

Eyða Breyta
16:53
Mótherjar Lille:
Real Madrid, Liverpool, Juventus, Atletico, Feyenoord, Sporting, Sturm Graz og Bologna.

Eyða Breyta
16:53
Mótherjar Young Boys:
Inter, Barcelona, Atalanta, Shaktar, Rauða stjarnan, Celtic, Aston Villa og Stuttgart.

Eyða Breyta
16:53
Skellum okkur í 3. styrkleikaflokk, þar sem Hákon og félagar í Lille eru meðal annars


Eyða Breyta
16:50
Þá er búið að draga úr 2. styrkleikaflokki


Eyða Breyta
16:49
Mótherjar Shaktar Donetsk:
Bayern, Dortmund, Atalanta, Arsenal, Young Boys, PSV, Brest og Bologna.

Eyða Breyta
16:48
Mótherjar Juventus:
Man City, Leipzig, Benfica, Club Brugge, PSV, Lille, Stuttgart og Aston Villa.

Eyða Breyta
16:47
Mótherjar AC Milan:
Liverpool, Real Madrid, Club Brugge, Bayer Leverkusen, Rauða stjarnan, Dinamo Zagreb, Girona og Bratislava.

Eyða Breyta
16:47
Mótherjar Benfica:
Barcelona, Bayern, Atletico, Juventus, Feyenoord, Rauða stjarnan, Bologna og Mónakó

Eyða Breyta
16:46
Mótherjar Arsenal:
PSG (h), Inter (ú), Shaktar (h), Atalanta (ú), Dinamo Zagreb (h), Sporting (ú), Mónakó (h), Girona (ú)

Eyða Breyta
16:45
Mótherjar Bayer Leverkusen:
Inter, Liverpool, AC Milan, Atletico Madrid, Salzburg, Feyenoord, Sparta Prag og Brest.

Eyða Breyta
16:45
Mótherjar Club Brugge:
Dortmund, Man City, Juventus, AC Milan, Sporting, Celtic, Aston Villa og Sturm Graz.

Eyða Breyta
16:43
Mótherjar Atalanta:
Real Madrid, Barcelona, Arsenal, Shaktar, Celtic, Young Boys, Sturm Graz og Stuttgart.

Eyða Breyta
16:42
Mótherjar Atletico Madrid:
Leipzig, PSG, Leverkusen, Benfica, Lille, Salzburg, Bratislava og Sparta Prag.

Eyða Breyta
16:40
Þá förum við í 2. styrkleikaflokk


Eyða Breyta
16:39
Þar með er leikjadagskráin tilbúin hjá liðunum í 1. styrkleikaflokki


Eyða Breyta
16:39
Mótherjar PSG:
Man City, Bayern, Atletico, Arsenal, PSV, Salzburg, Girona og Stuttgart.

Eyða Breyta
16:38
Mótherjar Liverpool:
Real Madrid (h), Leipzig (ú), Leverkusen (h), AC Milan (ú), Lille (h), PSV (ú), Bologna (h), Girona (ú).

Eyða Breyta
16:37
Mótherjar Real Madrid:
Dortmund, Liverpool, AC Milan, Atalanta, Salzburg, Lille, Stuttgart og Brest.

Eyða Breyta
16:36
Mótherjar Barcelona:
Bayern, Dortmund, Atalanta, Benfica, Young Boys, Rauða stjarnan, Brest og Mónakó.

Eyða Breyta
16:34
Mótherjar Dortmund
Barcelona, Real Madrid, Shaktar, Club Brugge, Celtic, Dinamo, Sturm Graz og Bologna.

Eyða Breyta
16:34
Mótherjar RB Leipzig:
Inter, Liverpool, Juventus, Atletico, Sporting, Celtic, Aston Villa og Sturm Graz.

Eyða Breyta
16:33
Mótherjar Bayern München:
PSG, Barcelona, Benfica, Shaktar Donetsk, Dinamo Zagreb, Feyenoord, Slovan Bratislava og Aston Villa.

Eyða Breyta
16:32
Mótherjar Inter:
Man City, Leipzig, Arsenal, Leverkusen, Rauða Stjarnan, Young Boys, Mónakó og Sparta Prag.

Eyða Breyta
16:31
Mótherjar Manchester City:
Inter, PSG, Club Brugge, Juventus, Feyenoord, Sporting Lissabon, Sparta Prag og Slovan Bratislava.

Eyða Breyta
16:30
Buffon dregur liðin og Ronaldo ýtir á takka sem fær tölvuna til að setja upp leikjadagskrá
Manchester City fyrsta liðið sem kemur upp.

Eyða Breyta
16:28
Verið er að kynna þau félög sem eru í fyrsta stykleikaflokki
Styrkleikaflokkana má finna hér að neðan.

Eyða Breyta
16:25
Þá er loksins komið að aðalmálinu
Verið er að sýna kennslumyndband þar sem sýnt er hvernig þessu verður háttað.

Eyða Breyta
16:24
Hér er myndbandið sem sýnt var áðan


Eyða Breyta
16:23
Marchetti er mættur til að sjá um dráttinn! (þó það sé nú aðallega tölvan sem gerir það)
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
16:19
Skemmtilegt myndband að baki
Zlatan, Buffon og Ceferin sýndu leiklistarhæfileika sína. En nú er kóngurinn mættur...

Eyða Breyta
16:19


Eyða Breyta
16:15
Gamlir tímar rifjaðir upp með Ronaldo
Ronaldo í góðu spjalli á sviðinu. Fólk er ekkert að gera sig líklegt til að byrja að draga alveg strax...

Eyða Breyta
16:11
Nú er verið að verðlauna Ronaldo
Markahæstur í sögu Meistaradeildarinnar. Hann er mættur á sviðið.

Eyða Breyta
16:10
Ronaldo á rauða dreglinum


Eyða Breyta
16:09
Gianluigi Buffon og Luis Figo mættu saman á athöfnina
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
16:07
Heiðursverðlaun til Buffon
Þá er markvarðargoðsögnin Gianluigi Buffon verðlaunuð. Fær sérstök forsetaverðlaun UEFA frá Ceferin. Til hamingju með það Buffon.

Eyða Breyta
16:06
Aleksander Ceferin forseti UEFA er mættur á sviðið. Kynnarnir að spjalla við hann um nýtt fyrirkomulag og fleira skemmtilegt.

Eyða Breyta
16:01
Athöfnin er hafin
Þetta hefst með lifandi flutningi á sjálfu Meistaradeildarlaginu. Það virðist vera góð stemning í salnum.

Eyða Breyta
15:55
Óvissuferð
Það verður spennandi að sjá hvernig þessi dráttur mun fara fram. Samkvæmt upplýsingum þá er búist við því að þetta muni taka um 35 mínútur, hvort það sé með allri dagskránni meðtaldri hef ég ekki hugmynd um! Það mun aðallega mæða mikið á tölvukerfinu og því forriti sem á að sjá um að draga leikjafyrirkomulagið.

Eyða Breyta
15:50
Stuðningsmenn Aston Villa spenntir
Mynd: EPA

Unai Emery og lærisveinar í Aston Villa náðu frábærum árangri á síðasta tímabili og eru í pottinum í dag. Stuðningsmenn Aston Villa eru sérstaklega spenntir í dag.

Eyða Breyta
15:43
Jújú, sjálfur Ronaldo er mættur


Eyða Breyta
15:40
Dregið í Mónakó
Mynd: Getty Images

Gamla markamaskínan Andriy Shevchenko, sem nú er forseti úkraínska fótboltasambandsins, er meðal þeirra sem eru mættir til að vera viðstaddir dráttinn.


Eyða Breyta
15:37
Horfðu á dráttinn í beinni
UEFA sýnir dráttinn í beinni og er hægt að nálgast útsendinguna með því að smella hérna.

Eyða Breyta
14:39
Ríkjandi meistarar
Real Madrid er ríkjandi meistari eftir sigur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleiknum fyrr á árinu. Fimmtán sinnum hefur Real Madrid unnið Meistaradeildina, oftar en allir aðrir.

Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
14:15
Skemmtileg færsla Spörtu frá Prag


Eyða Breyta
14:10
Svona eru styrkleikaflokkarnir
Styrkleikaflokkarnir fyrir deildarkeppnina eru áhugaverðir og byggja á árangri liða í Evrópukeppnum á undanförnum árum.

Sterkustu lið Evrópu eru flest í fyrsta styrkleikaflokki en í öðrum styrkleikaflokki má finna félög á borð við Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid og Juventus, ásamt smærri spámönnum eins og Club Brugge og Shakhtar Donetsk.

Aston Villa er í fjórða styrkleikaflokki, einum flokki fyrir neðan Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille.

Styrkleikaflokkur 1:
Manchester City
Bayern München
Real Madrid
Paris Saint-Germain
Liverpool
Inter
Borussia Dortmund
RB Leipzig
Barcelona

Styrkleikaflokkur 2:
Bayer Leverkusen
Atlético Madrid
Atalanta
Juventus
Benfica
Arsenal
Club Brugge
Shakhtar Donetsk
AC Milan

Styrkleikaflokkur 3:
Feyenoord
Sporting CP
PSV Eindhoven
Dinamo Zagreb
RB Salzburg
Lille
Rauða stjarnan
Young Boys
Celtic

Styrkleikaflokkur 4:
Slovan Bratislava
Mónakó
Sparta Prag
Aston Villa
Bologna
Girona
Stuttgart
Sturm Graz
Brest



Eyða Breyta
14:05
Breytt fyrirkomulag


Eins og flestir lesendur vita verða Evrópukeppnirnar með nýju fyrirkomulagi þetta tímabilið.

Búið er að afnema riðlakeppnina og í staðinn raðast liðin á eina 36 liða deildartöflu. Í Meistaradeildinni leikur hvert lið átta leiki í deildarkeppninni (fjóra heima og fjóra úti).

Hvernig virkar drátturinn þá?
Liðunum er raðað í fjóra styrkleikaflokka. Hvert lið mætir tveimur andstæðingum úr hverjum potti, einum á heimavelli og hinum á útivelli.

Lið verða dregin úr potti og svo mun hugbúnaður UEFA ákveða hvaða átta liðum þau mæta.

Með þessu breytta fyrirkomulagi verða fleiri leiki milli stærstu liðanna. Sem dæmi getur Manchester City mætt Real Madrid, Bayern München eða Barcelona í deildarkeppninni.

Lið geta ekki dregist gegn andstæðingum frá sínu landi og hvert lið getur aðeins tvisvar spilað gegn liði frá sama landinu.

Hvernig er nýja fyrirkomulagið?
Átta efstu liðin í deildinni munu komast í 16-liða úrslit, lið sem enda í sætum 9-24 munu komast í tveggja leikja umspilseinvígi um að komast í 16-liða úrslitin.

Þau lið sem enda í 25. sæti og neðar falla úr leik. Þau munu ekki fara í Evrópudeildina.

Frá og með 16-liða úrslitum verður svo Meistaradeildin spiluð með hefðbundnum hætti og úrslitaleikurinn verður í München þetta tímabilið.

Með nýja fyrirkomulaginu mun leikjum fjölga úr 125 í 189. Hvert lið spilar að minnsta kosti átta leiki (áður voru það sex) og í mesta lagi sautján.

Deildarkeppnin verður til loka janúar en endar ekki fyrir áramót.

Eyða Breyta
14:00
Velkomin í beina textalýsingu frá Meistaradeildardrættinum!
Evrópukeppnirnar eru með nýju og breyttu fyrirkomulagi og drátturinn í dag er sérstakur leikjadráttur. Þá kemur í ljós hvaða lið munu mætast í nýju deildarkeppninni.



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner