Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 29. september 2020 06:00
Aksentije Milisic
Sergino Dest á leið til Barcelona
Sergino Dest, 19 ára bakvörður Ajax, er á leiðinni til Barcelona á 25 milljónir evra. Talið er að Dest verði tilkynntur hjá félaginu í dag.

Dest hefur nú þegar kvatt liðsfélaga sína en Bayern Munchen hafði einnig mikinn áhuga á leikmanninum. Dest verður fyrstu kaup Ronaldo Koeman hjá Barcelona.

Fjárhagsstaða Barcelona hefur verið betri og verður félagið að halda áfram að losa sig við leikmenn sem það ætlar ekki að nota svo það geti fjármagnað kaup á þeim leikmönnum sem eru á óskalistanum.

Eric Garcia, miðvörður Manchester City, er á óskalista Koeman en hann er ólst upp hjá Barcelona.


Athugasemdir
banner