Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 29. október 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ólafur Guðmundsson (FH)
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Örlítið dimmt yfir Guðmundi Brynjólfs. (mynd frá 2008)
Örlítið dimmt yfir Guðmundi Brynjólfs. (mynd frá 2008)
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Valgeir Valgeirs auðveldari við að eiga utan vallar.
Valgeir Valgeirs auðveldari við að eiga utan vallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk kæmist af eyjunni á 0.1
Vuk kæmist af eyjunni á 0.1
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Októ.
Benedikt Októ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson gekk í raðir FH í sumar frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Ólafur er varnarmaður sem á að baki átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ólafur lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki með Augnablik árið 2019 og fór á láni til Keflavíkur í fyrra. Í sumar lék hann á láni með Grindavík fyrri hluta sumars og var svo keyptur til FH á miðju tímabili.

Sjá einnig:
Geti jafnvel spilað fyrir eitthvað stærra lið en FH í framtíðinni

Fullt nafn: Ólafur Guðmundsson

Gælunafn: Óli

Aldur: 19 ára, fæddur 2002

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Með Breiðablik á móti Stjörnunni í .net mótinu 2019

Uppáhalds drykkur: Grænn Vit-hit

Uppáhalds matsölustaður: Hádegistilboð á Nings er í ruglinu

Hvernig bíl áttu: Hyundai i10

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir í miklu uppáhaldi þessa dagana

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Olafur timinn þinn er 15:45 á morgun - Rakarastóllinn." Frá Benna Októ besta klippara landsins

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ætla ekki að útiloka neitt

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fabio Silva leikmaður Wolves

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Guðmundur Brynjólfsson hefur kennt mér mest

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson getur verið þreyttur. Toppmaður utan vallar samt

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Mamma og pabbi

Sætasti sigurinn: Bikarmeistaratitlarnir í 2. flokki

Mestu vonbrigðin: Öll silfrin í yngri flokkunum

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki Davíð Snæ yfir í Krikann

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ýmir Halldórsson er 2 metrar af kynþokka

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þær eru margar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi Hrafn er ótrúlegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Salalaugin

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég held ekki

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég dett stundum inn í leiki í öðrum boltagreinum. Ólympíuleikarnir eru líka veisla

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Phantom GT

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Get ekki sagt að ég hafi verið sterkur í handavinnu

Vandræðalegasta augnablik: Tók 3 vitlaus innköst í sama leiknum

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Vuk því hann myndi finna lausn á því að komast í burtu á 0.1. Myndi svo leyfa Baldri Loga og Loga Hrafn að fljóta með

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gummi Kristjáns er algjör toppmaður

Hverju laugstu síðast: Laug að ég væri mættur en var ennþá á leiðinni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta eru leiðinlegust

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Messi að einhverju gáfulegu
Athugasemdir
banner
banner
banner