Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 11:39
Elvar Geir Magnússon
Jota spilar ekki fyrir landsleikjagluggann
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarleikmaðurinn Diogo Jota mun ekki spila fyrir Liverpool fyrir landsleikjagluggann í nóvember.

Hann mun því missa af mikilvægum leikjum gegn Brighton og Aston Villa í deildinni auk Meistaradeildarleiks gegn Bayer Leverkusen.

Jota fór af velli í fyrri hálfleik þegar Liverpool vann Chelsea þann 20. október vegna meiðsla í brjóstkassa og hefur ekki spilað síðan.

Arne Slot ræddi við fjölmiðlamenn í dag í aðdraganda deildabikarleiks gegn Brighton sem fram fer annað kvöld.

Þar sagði hann meðal annars frá því að Conor Bradley sé farinn að æfa að nýju eftir meiðsli og gæti verið í hópnum á morgun. Alisson, Harvey Elliott og Federico Chiesa eru ekki klárir.

Japanski miðjumaðurinn Wataru Endo hefur ekki fengið mikinn spiltíma en hann mun að öllum líkindum fengið tækifæri.

„Wataru er einn af þeim sem gætu verið í byrjunarliðinu, tímabilið er það langt og við þurfum á honum að halda. Hann hefur fengið spiltíma með landsliðinu en það hjálpar líka að hann fái hann líka hjá okkur," segir Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner