Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   fim 30. október 2025 00:11
Ívan Guðjón Baldursson
Dowman yngsti byrjunarliðsmaður í sögu Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Max Dowman var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 70 mínúturnar er Arsenal sló Brighton úr leik í enska deildabikarnum.

Hann bætti þar með met fyrir að vera yngsti byrjunarliðsmaður í sögu Arsenal, verandi 15 ára og 302 daga gamall.

Það eru nokkur aldursmet til viðbótar hjá Arsenal sem Dowman getur bætt á næstunni. Til að mynda er yngsti byrjunarliðsmaður Arsenal í deildarleik Gerry Ward, en hann var 16 ára og 321 dags gamall þegar hann var valinn í byrjunarliðið árið 1953.

Þá er Cesc Fábregas yngsti byrjunarliðsmaður í deildarleik hjá Arsenal frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Hann var 17 ára og 103 daga gamall í byrjunarliðinu 2004.

Fábregas er jafnframt yngsti markaskorari í sögu Arsenal eftir að hafa verið 16 ára og 212 daga gamall þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið Arsenal, sem kom gegn Wolves í deildabikarnum árið 2003.

Dowman getur því hirt tvö met af Fábregas og eitt af Gerry Ward ef hann fær tækifæri í byrjunarliðinu í ensku deildinni á yfirstandandi tímabili.

Dowman þykir eitt af mestu efnum Englands og leikur með U19 landsliðinu þrátt fyrir að vera ekki orðinn 16 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner