Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   sun 29. nóvember 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Milan án síns besta manns
Það er alltaf nóg um að vera í ítalska boltanum á sunnudögum. Í dag eru fimm leikir á dagskrá.

Lazio spilar við Udinese í hádeginu og klukkan 14:00 eru tveir leikir. Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna mæta Crotone. Vonandi fær Andri að spreyta sig en hann hefur ekki fengið margar mínútur í deildinni á tímabilinu til þessa.

Zlatan Ibrahimovic verður fjarri góðu gamni þegar AC Milan tekur á móti Fiorentina. Milan hefur farið frábærlega af stað á tímabilunu og hinn 39 ára gamli Zlatan er stór ástæða þess. Hann er kominn með tíu mörk í sex deildarleikjum, en er frá vegna meiðsla í dag.

Cagliari mætir Spezia klukkan 17:00 og í lokaleik dagsins mætast Napoli og Roma.

sunnudagur 29. nóvember
11:30 Lazio - Udinese
14:00 Bologna - Crotone
14:00 Milan - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Cagliari - Spezia
19:45 Napoli - Roma (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
3 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
4 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
5 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
6 Juventus 12 5 5 2 14 10 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 9 18 -9 6
20 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
Athugasemdir
banner
banner