Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 29. desember 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagður hafa fundað með Val - „Markmiðið er að vera úti"
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Greint var frá því í Þungavigtinni í gær að Böðvar Böðvarsson hefði fundað með Val í gær. Böddi er samningslaus eftir að hafa spilað eitt tímabil með Helsingborg í Svíþjóð.

„Hann er ekki búinn að skrifa undir en hann er á fundi þessa stundina á Hlíðarenda," sagði Mikael Nikulásson í þættinum í gær.

Böddi er FH-ingur og lék þar undir stjórn Hemis Guðjónssonar sem er þjálfari Vals.

Valur er ekki með neinn eiginlegan vinstri bakvörð í leikmannahóp sínum eftir að Johannes Vall og Magnus Egilsson voru látnir fara eftir síðasta tímabil. Það vill svo heppilega til að Böðvar er vinstri bakvörður.

Böddi sagði frá því snemma á þessu ári að hann hefði rætt við Heimi áður en hann samdi við Helsingborg. Þá hafði Heimir hvatt Bödda til að vera áfram úti.

Sjá einnig:
Böddi ræddi við Heimi - „Alls ekki að reyna fá mig til Íslands"
„Kom mér á óvart að þeir vildu ekki koma með tilboð"

Böddi svaraði fyrirspurn Fótbolta.net í dag á einfaldan hátt.

„Markmiðið er að vera úti [erlendis í atvinnumennsku]," sagði Böddi.
Athugasemdir
banner