Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   mán 30. janúar 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Roma lánar Shomurodov til Spezia (Staðfest)
Mynd: EPA
Spezia hefur staðfest komu Eldor Shomurodov, sóknarmanns Roma, sem en þessi 27 ára Úsbeki kemur á láni út tímabilið.

Shomurodov hefur verið í afskaplega litlu hlutverki undir stjórn Jose Mourinho á þessu tímabili, hann er bara með eitt mark í 151 spilmínútu í ítölsku A-deildinni og Evrópudeildinni.

Hann hefur átt í vandræðum með að sýna sitt besta í ítölsku höfuðborginni og aðeins skorað sex mörk í 48 leikjum.

Spezia fær hann á sex mánaða lánssamningi en ekkert ákvæði er um möguleika á kaupum.

Shomurodov er fyrrum leikmaður Genoa en á einu tímabili með liðinu skoraði hann átta mörk og átti tvær stoðsendingar í 32 leikjum. Hann hefur skorað 32 mörk í 59 leikjum fyrir landslið Úsbekistan.

Spezia er í 17. sæti ítölsku A-deildarinnar.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir