Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Potter: Trampolínið er bjargvættur minn
Mynd: Getty Images
„Trampolínið er bjargvætturinn minn," sagði Graham Potter, stjóri Brighton, léttur í viðtali við The Athletic í dag aðspurður hvað hann sé að gera þessa dagana þegar frí er í fótboltanum.

Potter á tvíbura sem eru fjögurra ára og tíu ára son.

„Þeir suða í mér í átta tíma á dag að koma á trampolínið og þegar ég skelli mér á það þá er það gaman en við erum of mörg á því."

„Ég hef áhyggjur af því að ég þurfi að fara á sjúkrahús og bæta við meira álagi á heilbrigðisstarfsfólk því að synir mínir handleggsbrotni."


Potter bíður eins og aðrir eftir fréttum af því hvort og þá hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en Brighton er í 15. sæti, tveimur stigum frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner