Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 21:50
Brynjar Ingi Erluson
De Boer um Gíbraltar: Þeir spila ekki fótbolta
Hollendingar unnu þægilegan sigur en De Boer var samt ósáttur
Hollendingar unnu þægilegan sigur en De Boer var samt ósáttur
Mynd: Getty Images
Frank De Boer, þjálfari hollenska landsliðsins, vandar leikmönnum Gíbraltar ekki kveðjurnar eftir 7-0 sigurinn í undankeppni HM í kvöld en hann segir liðið ekki spila fótbolta.

Hollenska liðið valtaði yfir Gíbraltar og það nokkuð örugglega. Liðið sundurspilaði heimamenn en þrátt fyrir það virtist De Boer ekki sáttur.

Gíbraltar er ekki með mikil gæði í sínu liði og þurfti því að beyta öðruvísi taktík gegn einu sterkasta landsliði heims, taktík sem fór í taugarnar á De Boer.

„Þetta er andstæðan við fótbolta. Allir leikmennirnir fóru í jörðina eftir smásnertingu og allir á bekknum þeirra hoppuðu úr sætunum til að kvarta. Markvörðurinn þeirra tók heila mínútu í að taka útspörk og ég var orðinn rosalega þreyttur á þessu en ég er ánægður með að þessi leikur er að baki," sagði De Boer við fjölmiðla eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner