Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 11:22
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn handarbrotinn - Tvö til þrjú spurningamerki fyrir leikinn
Icelandair
Kolbeinn handleggsbrotnaði gegn Armeníu.
Kolbeinn handleggsbrotnaði gegn Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn í hópinn úr U21 liðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn í hópinn úr U21 liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, staðfesti á fréttamannafundi í dag að útséð sé með að Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson geti spilað gegn Liechtenstein á morgun. Ragnar meiddist í upphitun gegn Armeníu á sunnudag en Kolbeinn meiddist í leiknum sjálfum.

„Raggi meiddist í upphitun og Kolli braut á sér hendina. Albert fékk sitt annað gula spjald og er í banni. Þessir þrír leikmenn verða ekki með," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

Íslenska liðið æfði í morgun í Liechtenstein en Arnar segir ekki ennþá ljóst hvernig byrjunarliðið verður skipað á morgun.

„Það eru ennþá 2-3 spurningamerki. Leikmenn sem fengu högg eða lentu illa. Þeir eru að jafna sig. Gærdagurinn var erfiður andlega og ferðalagið var langt. Við komum hingað inn á hótel í gærkvöldi eins og leikmenn úr U21 liðinu. Hlutverkið þeirra er eins og fyrir alla leikmenn í hópnum. Þeir eru hluti af hópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein. Byrjunarliðið verður tilkynnt í fyrramálið."

„Það eru ennþá 36 klukkutímar í leik. Við komum hingað seint í gærkvöldi og menn fengu létt klapp á lappirnar og smá nudd. Við vorum að klára æfingu sem gekk vel að öllu leyti. Ég er bjartsýnn á að alir leikmenn sem eru með okkur geti byrjað leikinn á morgun."

„Við höfum þurft að búa til mörg plön. Plan A, B, C og D. Það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað mjög mikið. Við munum halda áfram að velja það lið og þá leikmenn sem við teljum að sé besti kosturinn fyrir hvern og einn leik. Það hefur líka með andstæðingana að gera, hvernig hann spilar og hvort við fáum mikið pláss eða ekki."


Væri ósanngjarnt að láta Gary fá liðið fyrst
Jón Dagur Þorsteinsson, Willum Þór Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru allir komnir í hópinn úr U21 landsliði Íslands. Gary Kaufmann, fréttamaður frá Liechtenstein vildi vita af hverju þeir voru kallaðir inn og hvort þeir fari allir í byrjunarliðið á morgun.

„Þetta var nauðsynlegt því að við lentum í tveimur meiðslum gegn Armenum og erum með einn leikmann í leikbanni. Við erum ennþá leikmenn sem hafa spilað mikið í síðustu tveimur leikjum og eru spurningamerki fyrir leikinn á morgun. Við vildum hafa heilan hóp og fullt af gæðum í okkar hóp. Ég mun ekki gefa upp byrjunarliðið núna, ég vil láta leikmennina vita fyrst. Það væri ósanngjarnt að láta Gary fá liðið fyrst."
Athugasemdir
banner