þri 30. mars 2021 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe fer ekki á Ólympíuleikana
Kylian Mbappe fer ekki til Tókýó
Kylian Mbappe fer ekki til Tókýó
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain og franska landsliðsins hefur tilkynnt franska knattspyrnusambandinu að hann ætli ekki að spila með liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Mbappe, sem er aðeins 22 ára gamall, hefur beðið knattspyrnusambandið um að gefa sér frí á meðan Ólympíuleikunum stendur til þess að ákveða framtíð sína.

Franski framherjinn hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu síðustu mánuði en hann verður samningslaus næsta sumar og hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíðina.

PSG vill bjóða honum nýjan samning en Mbappe vill nýta sumarið í að skoða alla kosti og hefur því beðið um að fá frí frá því að spila í Japan.

Liverpool, Barcelona og Real Madrid eru meðal þeirra félaga sem eru með augastað á Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner