Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 30. mars 2023 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Sveindís í undanúrslit
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Wolfsburg 1 - 1 PSG (2-1 samanlagt)
1-0 Alexandra Popp ('20)
1-1 Kadidiatou Diani ('30)


Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og lék næstum allan leikinn er liðið tryggði sér þátttökurétt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Wolfsburg tók á móti franska stórveldinu Paris Saint-Germain eftir að hafa sigrað fyrri leikinn í París með einu marki gegn engu.

Leikið var í Wolfsburg í dag og ríkti mikið jafnræði allan leikinn þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora.

Kadidiatou Diani kom boltanum í netið fyrir PSG snemma leiks en markið dæmt af vegna rangstöðu eftir inngrip frá VAR herberginu. Skömmu síðar kom Alexandra Popp heimakonum yfir eftir stoðsendingu frá Felicitas Rauch og útlitið bjart fyrir Wolfsburg.

Gestirnir frá París voru alls ekki á því að gefast upp og kom Diani boltanum í netið á nýjan leik og í þetta skiptið fékk markið að standa.

Staðan hélst 1-1 allt til leiksloka og var Sveindísi ekki skipt útaf fyrr en í uppbótartíma.

Sveindís og stöllur mæta Arsenal í undanúrslitum, en Arsenal sló í Íslendingalið FC Bayern úr leik í gær. Bayern er helsti keppinautur Wolfsburg í þýsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner