Barcelona og Inter mætast í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Ólympíuleikvanginum í Barcelona klukkan 19:00 í kvöld.
Börsungar hafa tapað aðeins tveimur leikjum í keppninni á þessu tímabili. Liðið tapaði gegn Mónakó í fyrstu umferð í deildarkeppninni og síðasta leik gegn Borussia Dortmund á meðan Inter hefur aðeins tapað einum leik, gegn Bayer Leverkusen í deildarkeppninni.
Bæði lið eru að eiga gott tímabil. Inter er í titilbaráttu við Napoli á Ítalíu á meðan Barcelona leiðir baráttuna um spænska deildartitilinn og vann þá konungsbikarinn á dögunum.
Sigurvegarinn úr einvíginu mætir annað hvort Arsenal eða Paris Saint-Germain í úrslitum.
Leikur dagsins:
19:00 Barcelona - Inter
Athugasemdir