Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Fanndís Friðriksdóttir, kantmaður Vals, er sterkasti leikmaður 3. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar.
Hún kom að öllum mörkum Vals í 3-0 sigri gegn Þór/KA. „Fyrirgjöf sem leiðir að vítaspyrnu, fyrirgjöf sem leiðir af sér sjálfsmark og að lokum skot sem endar í netinu. Þokkalegt dagsverk það," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Hún kom að öllum mörkum Vals í 3-0 sigri gegn Þór/KA. „Fyrirgjöf sem leiðir að vítaspyrnu, fyrirgjöf sem leiðir af sér sjálfsmark og að lokum skot sem endar í netinu. Þokkalegt dagsverk það," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Valur hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir markalaust jafntefli gegn FH í fyrsta leik. Þetta voru fyrstu stigin sem Þór/KA tapar í sumar.
Fanndís sagði í viðtali að þessi leikur hefði verið fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttir sem spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Adda, sem er fyrrum liðsfélagi og þjálfari Fanndísar, spáði því að Valur myndi vinna og að Fanndís myndi skora.
„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana," sagði Fanndís eftir leikinn.
Valur er eitt af fjórum liðum deildarinnar með sjö stig á toppnum.
„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar," sagði Fanndís jafnframt.
Þess má geta að Adda var fimm rétta af fimm mögulegum í spá sinni fyrir Fótbolta.net. Ekki hægt að gera betur en það!
Sterkastar í síðustu umferðum:
Samantha Smith (Breiðablik)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
Athugasemdir