Það gerist ekki á hverjum degi að miðvörður skori þrennu, en það gerðist í Bestu deild kvenna í gær.
Áslaug Dóra Sigubjörnsdóttir, miðvörður Víkings, er sterkasti leikmaður 2. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar.
Áslaug Dóra Sigubjörnsdóttir, miðvörður Víkings, er sterkasti leikmaður 2. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar.
Áslaug Dóra fór á kostum þegar Víkingur vann 2-6 sigur gegn Stjörnunni í Garðabænum. Hún skoraði fyrst á 19. mínútu, svo aftur á 25. mínútu og fullkomnaði hún þrennuna með marki á 82. mínútu. Öll mörkin komu eftir föst leikatriði.
„Við mættum ekki til leiks í fyrsta leik en við svo sannarlega sýndum það í dag í hvað okkur býr. Að skora sex mörk er ekkert sjálfsagt á móti svona góðu liði þannig við fögnum því," sagði Áslaug Dóra við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
Eitt af hennar markmiðum í sumar er að vera sterkari í teignum.
„Það er bara eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig og vonandi skora fleiri í sumar," sagði Selfyssingurinn.
Áslaug Dóra er afar öflugur varnarmaður sem sneri heim úr atvinnumennsku í vetur. Hún valdi að ganga í raðir Víkinga og lék á als oddi í gær.
„Ákvörðunin var þannig séð ekkert ótrúlega erfið. Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim," sagði Áslaug Dóra við Fótbolta.net í vetur en hún er sterkasti leikmaðurinn í 2. umferð Bestu deildarinnar.
Athugasemdir