mán 30. maí 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry fannst Salah líta kjánalega út
Salah í leiknum gegn Real Madrid.
Salah í leiknum gegn Real Madrid.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thierry Henry, einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Mohamed Salah hafi farið aðeins fram úr sér í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildarinnar.

Um leið og það var ljóst að Liverpool myndi Real Madrid í úrslitaleiknum, þá fór Salah að tala um hefnd.

Sergio Ramos notaði fantabrögð sín og meiddi Salah í úrslitaleik þessara liða í Meistaradeildinni árið 2018. Salah fór af velli og Real Madrid vann leikinn 3-1.

Salah var ekki búinn að gleyma því og talaði opinskátt um að hann vildi fá Real Madrid í úrslitaleiknum og núna ætlaði hann að hefna sín.

Það gekk ekki eftir.

Salah var týndur í leiknum og Liverpool tapaði aftur gegn Real Madrid, í þetta skiptið 1-0. Henry fannst Salah líta frekar kjánalega út í aðdragandanum.

„Ekki tala svona fyrir úrslitaleikinn. Byrjaðu á því að vinna leikinn og þá geturðu talað um hefnd og allt það. Þegar þú talar fyrir úrslitaleikinn, þá verðurðu að vinna hann," segir Henry.

Kannski fær Salah annað tækifæri til að hefna sín í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner