Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. maí 2022 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur arftaki Mane á frjálsri sölu?
Powerade
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Pau Torres er mikið orðaður við Man Utd.
Pau Torres er mikið orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Leno gæti verið að færa sig um set.
Leno gæti verið að færa sig um set.
Mynd: Getty Images
Þá er tímabilið formlega búið í Evrópu. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar var um liðna helgi og þar fór Real Madrid með sigur af hólmi.

Sumarið er tíminn þar sem mikið er slúðrar í fótboltanum. Hérna kemur það helsta í slúðrinu í dag.



Þýska stórveldið Bayern München er nálægt því að kaupa framherjann Sadio Mane (30) frá Liverpool fyrir 34 milljónir punda. (Matteo Moretto)

Liverpool er búið að setja sig í samband við umboðsmenn franska kantmannsins Ousmane Dembele (25). Samningur Dembele við Barcelona er að renna út og hann gæti komið inn fyrir Mane. (Sport)

Chelsea er líka að eltast við Dembele. (Mundo Deportivo)

Gabriel Jesus (25), sóknarmaður Manchester City, mun ákveða sig varðandi framtíð sína þegar hann kemur heim úr landsliðsverkefni með Brasilíu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal. (Manchester Evening News)

Pau Torres (25), miðvörður Villarreal á Spáni, færist nær Manchester United. Umboðsmenn hans voru að ferðast til Englands í viðræður. (Cadena Ser)

West Ham og Southampton eru að fylgjast með stöðu mála hjá Junior Adamu (20), ungum framherja Red Bull Salzburg í Austurríki. (Mail)

Leicester hefur áhuga á James Garner (21), miðjumanni Man Utd, eftir að hann heillaði með frammistöðu sinni á láni hjá Nottingham Forest. (Mirror)

Arsenal er að biðja portúgalska félagið Benfica um 8,5 milljónir punda fyrir markvörðinn Bernd Leno (30). (Sun)

Það er ekki útilokað að brasilíski kantmaðurinn Raphinha (25) vilji frekar fara til Manchester United en Barcelona. Samband hans við Bruno Fernandes, leikmann United, er mjög gott. (Express)

Bournemouth og Rangers eru áhugasöm um markvörðinn Jack Butland (29) sem hefur setið á bekknum hjá Crystal Palace. (Sun)

Aston Villa og Southampton eru á meðal félaga sem eru á eftir Ronnie Edwards (19), varnarmanni Peterborough. (Sun)

Tottenham hefur látið spænska félagið Villarreal vita að miðjumaðurinn Giovani lo Celso (26) sé fáanlegur fyrir 17 milljónir punda. (Sun)

Paris Saint-Germain langar að kaupa framherjann Richarlison (25) frá Everton. (Mail)

Barcelona er að leita að nýjum miðverði og er með Jules Kounde (23) hjá Sevilla og Kalidou Koulibaly (30) hjá Napoli á sínum óskalista. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner