Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 30. maí 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kveðst geta staðfest fjögur skotmörk Man Utd
Norski fréttamaðurinn Fredrik A. Filtvedt telur sig geta staðfest fjögur skotmörk sem Man Utd er með á leikmannamarkaðnum.

Hann segir að listi United sé langur en félagið sé klárlega með mikinn áhuga á fjórum leikmönnum.

Tveir þessara leikmanna eru miðverðir, einn miðjumaður og einn sóknarmaður.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Pau Torres, miðvörður Villarreal, og Jurrien Timber, miðvörður Ajax í Hollandi. Svo er það Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, og Darwin Nunez, sóknarmaður Benfica í Portúgal.

Filtvedt virðist vera með ágætis tengingar inn í Man Utd og deilir til dæmis oft byrjunarliði United áður en það er birt opinberlega.

Man Utd átti skelfilegt tímabil og þarf félagið verulega að stokka upp í leikmannahópi sínum í sumar.
Athugasemdir