Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. maí 2022 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kveðst geta staðfest fjögur skotmörk Man Utd
Frenkie de Jong og Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, unnu saman hjá Ajax.
Frenkie de Jong og Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, unnu saman hjá Ajax.
Mynd: Getty Images
Norski fréttamaðurinn Fredrik A. Filtvedt telur sig geta staðfest fjögur skotmörk sem Man Utd er með á leikmannamarkaðnum.

Hann segir að listi United sé langur en félagið sé klárlega með mikinn áhuga á fjórum leikmönnum.

Tveir þessara leikmanna eru miðverðir, einn miðjumaður og einn sóknarmaður.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Pau Torres, miðvörður Villarreal, og Jurrien Timber, miðvörður Ajax í Hollandi. Svo er það Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, og Darwin Nunez, sóknarmaður Benfica í Portúgal.

Filtvedt virðist vera með ágætis tengingar inn í Man Utd og deilir til dæmis oft byrjunarliði United áður en það er birt opinberlega.

Man Utd átti skelfilegt tímabil og þarf félagið verulega að stokka upp í leikmannahópi sínum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner