Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. maí 2022 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Thiago einn ofmetnasti leikmaður Evrópu"
Thiago.
Thiago.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, er alls ekki hrifinn af spænska miðjumanninum Thiago Alcantara.

Thiago gekk í raðir Liverpool árið 2020 og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með enska úrvalsdeildarfélaginu.

En Hamann, sem lék með Liverpool frá 1999 til 2006, er ekki hrifinn af Thiago og segir hann mjög ofmetinn. Sá þýski segir að miðjumaðurinn gefi liðinu ekkert þegar þeir eru ekki með boltann.

„Ég skil ekki alveg 'hæpið' sem Thiago fær. Að mínu mati er hann einn ofmetnasti leikmaðurinn í fótboltanum í Evrópu," segir Hamann.

„Þegar það gengur allt vel og þú ert mikið með boltann þá er hann góður leikmaður, en þegar mikið á reynir þá sést hann ekki. Naby Keita hefur líka valdið vonbrigðum."

Hamann telur að Liverpool þurfi að bæta við leikmanni á miðsvæðið sem mun gera gæfumuninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner