Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Jake O'Brien til Everton (Staðfest) - Dyche spilaði stóra rullu
Mynd: Everton
Írski miðvörðurinn Jake O'Brien er kominn til Everton frá franska félaginu Lyon. Kaupverðið er 17 milljónir punda.

Þessi 23 ára gamli varnarmaður fór í óvænt ævintýri til Frakklands á síðasta ári frá Crystal Palace.

Hann gerði flotta hluti með Lyon á eina tímabili sínu þar en hann gerði 4 mörk í 27 deildarleikjum.

Everton náð samkomulagi við Lyon á dögunum um kaup á O'Brien og var gengið frá þeim í dag. Írinn krotaði undir fimm ára samning, en hann segir að Sean Dyche, stjóri Everton, vera stóra ástæðu þess að hann ákvað að koma.

„Þú sérð hvernig Sean Dyche þróar unga miðverði og hvað hann hefur gert fyrir Jarrad Branthwaite. Sjáðu bara hvernig honum hefur gengið og tímabilið sem hann átti í ensku úrvalsdeildina. Það er auðvitað eitthvað sem ég horfði í og eitthvað sem ég vil leika eftir,“ sagði O'Brien við heimasíðu Everton.


Athugasemdir
banner
banner