Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR selur Aron Kristófer heim í Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Aron Kristófer er mættur heim.
Aron Kristófer er mættur heim.
Mynd: Þór
Hafði leikið með KR frá 2022.
Hafði leikið með KR frá 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson er að ganga í raðir uppeldisfélags síns, Þórs. Þetta kom fyrst fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag en Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, sagði svo frá því í gær að Aron Kristófer væri að skrifa undir þriggja ára samning í Þorpinu.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfestir þá við Fótbolta.net að Vesturbæjarstórveldið sé að selja vinstri bakvörðinn.

Aron Kristófer, sem er fæddur árið 1998, hefur leikið með KR frá 2022. Í sumar hefur hann komið við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni.

Aron ólst upp í Þór og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar en hann lék einnig með Völsungi 2016 og með ÍA frá 2019 til 2021.

Þór er sem stendur í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar en einnig er möguleiki á því að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, snúi heim til félagsins áður en sumarglugginn lokar.

Uppfært 12:47: Þórsarar hafa tilkynnt félagaskiptin. Aron Kristófer gerir samning sem gildir út keppnistímabilið 2026.


Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner