Aron Kristófer Lárusson er að ganga í raðir uppeldisfélags síns, Þórs. Þetta kom fyrst fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag en Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, sagði svo frá því í gær að Aron Kristófer væri að skrifa undir þriggja ára samning í Þorpinu.
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfestir þá við Fótbolta.net að Vesturbæjarstórveldið sé að selja vinstri bakvörðinn.
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfestir þá við Fótbolta.net að Vesturbæjarstórveldið sé að selja vinstri bakvörðinn.
Aron Kristófer, sem er fæddur árið 1998, hefur leikið með KR frá 2022. Í sumar hefur hann komið við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni.
Aron ólst upp í Þór og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar en hann lék einnig með Völsungi 2016 og með ÍA frá 2019 til 2021.
Þór er sem stendur í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar en einnig er möguleiki á því að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, snúi heim til félagsins áður en sumarglugginn lokar.
Uppfært 12:47: Þórsarar hafa tilkynnt félagaskiptin. Aron Kristófer gerir samning sem gildir út keppnistímabilið 2026.
Heima er best ?????? pic.twitter.com/xWhOyf4RBj
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) July 30, 2024
Athugasemdir