Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   lau 27. júlí 2024 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Aron Einar: Spilar vonandi eitthvað með okkur
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór tapaði gegn ÍBV á heimavelli í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.

„Það er mjög mikið svekkelsi hvernig við spilum þennan leik. Þetta var keppni í fyrsta og öðrum bolta. Boltinn mikið upp í loftinu og mikið stopp. VIð réðum ekki við þann leik sem ÍBV fann okkur í dag," sagði Siggi Höskulds.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  3 ÍBV

Tveir leikmenn fæddir árið 2008 komu við sögu hjá Þór í dag. Einar Freyr Halldórsson var í byrjunarliðinu og Sverrir Páll Ingason kom inn á sem varamaður.

„Þetta eru strákar sem eru búnir að æfa með okkur allt tímabilið. Einar var búinn að vinna sér inn að vera í startinu í dag og gerði það mjög vel. Svo kemur Sverrir inn og hann stóð sig frábærlega, þetta eru unglingalandsliðsmenn sem eru frábærir í fótbolta og eiga skilið að spila í liðinu," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson hefur lengi verið orðaður við Þór en hann gæti samið við liðið í glugganum.

„Það verður að koma í ljós hvernig það fer. Hann er aðeins byrjaður að æfa og hann fer í myndatöku. Ef það kemur vel út þá kemur hann vonandi og spilar eitthvað með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner