Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   lau 27. júlí 2024 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds um Aron Einar: Spilar vonandi eitthvað með okkur
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór tapaði gegn ÍBV á heimavelli í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson þjálfara Þórs eftir leikinn.

„Það er mjög mikið svekkelsi hvernig við spilum þennan leik. Þetta var keppni í fyrsta og öðrum bolta. Boltinn mikið upp í loftinu og mikið stopp. VIð réðum ekki við þann leik sem ÍBV fann okkur í dag," sagði Siggi Höskulds.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  3 ÍBV

Tveir leikmenn fæddir árið 2008 komu við sögu hjá Þór í dag. Einar Freyr Halldórsson var í byrjunarliðinu og Sverrir Páll Ingason kom inn á sem varamaður.

„Þetta eru strákar sem eru búnir að æfa með okkur allt tímabilið. Einar var búinn að vinna sér inn að vera í startinu í dag og gerði það mjög vel. Svo kemur Sverrir inn og hann stóð sig frábærlega, þetta eru unglingalandsliðsmenn sem eru frábærir í fótbolta og eiga skilið að spila í liðinu," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson hefur lengi verið orðaður við Þór en hann gæti samið við liðið í glugganum.

„Það verður að koma í ljós hvernig það fer. Hann er aðeins byrjaður að æfa og hann fer í myndatöku. Ef það kemur vel út þá kemur hann vonandi og spilar eitthvað með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner