Ivan Toney er genginn til liðs við sádí-arabíska félagið Al-Ahli frá Brentford.
Al-Ahli kaupir enska framherjann fyrir 40 milljónir punda.
Thomas Frank, stjóri Brentford, sendi Toney kveðju.
„Heiðurinn er minn að hafa unnið með Ivan síðastliðin fjögur ár. Hann hefur skorað rúmlega mark að meðaltali í öðrum hverjum leik sem eru ótrúlegar tölur. Hann er frábær markaskorari og leiðtogi," sagði Frank.
„Þetta hefur verið æðislegt ferðalag sem við höfum verið saman á. Ivan hjálpaði félaginu og liðinu og félagið og liðið hjálpaði honum. Ég er ánægður að hann fékk tækifæri til að prófa eitthvað nýtt í lífinu og á ferlinum. Við þökkum honum fyrir mörg töfrandi augnablik og óskum honum alls hins besta. Ivan yfirgefur sem goðsögn hjá Brentford."
We can confirm that Ivan Toney has joined Saudi Pro League club Al-Ahli on a permanent transfer
— Brentford FC (@BrentfordFC) August 30, 2024
He speaks the “ball hitting the back of the net” language ????
— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) August 30, 2024
Welcome to Al-Ahli, Ivan Toney! ????#WelcomeToney pic.twitter.com/O83PoFCoYX