Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
banner
   þri 30. september 2025 09:20
Innkastið
Missti Davíð klefann? - „Leit ekki lengur út eins og hans lið“
Davíð Smári Lamude er hættur hjá Vestra.
Davíð Smári Lamude er hættur hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Vísi var það að frumkvæði Vestra að Davíð var látinn taka pokann sinn.
Samkvæmt Vísi var það að frumkvæði Vestra að Davíð var látinn taka pokann sinn.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Þau stóru tíðindi bárust frá Ísafirði í gær að Davíð Smári Lamude væri hættur sem þjálfari Vestra. Samkvæmt Vísi var það að frumkvæði stjórnar Vestra að leiðir myndu skilja.

„Það eru fimm vikur síðan þeir voru bikarmeistarar og tekið var á móti þeim á Silfurtorginu á Ísafirði. Mögulega var það eina í stöðunni fyrir Vestra að gera breytingar, þetta hrap er fordæmalaust. Mér fannst eldmóðurinn hjá Davíð ekki sá sami," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu.

Liðið hefur verið í frjálsu falli
Vestri er skyndilega tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir afleitt gengi að undanförnu. Leikmenn liðsins voru boðaðir á fund í gær og þeim tilkynnt að Davíð væri hættur. Var hann búinn að missa klefann?

„Það sem maður þekkir til Davíðs sem þjálfari er að það er barátta og menn eru fastir fyrir. Fyrstu tveir leikirnir eftir tvískiptinguna, heimaleikir gegn ÍA og ÍBV, tapast 9-0 samtals. Menn telja að eitthvað hafi þurft að gera. Ég veit ekki hvort hann hafi misst klefann en þetta leit ekki út sem Davíðslið síðan eftir bikarúrslitaleikinn," svarar Valur.

„Bikarmeistaratitillinn var einstakt afrek en síðan hefur liðið verið algjörlega úr karakter. Hann kom inn á að hann tæki þetta tap gegn ÍBV nærri sér og ég skil hann vel. Hans gildi eru ekki lengur til staðar og andinn eiginlega farinn. Liðið hefur verið í frjálsu falli," segir Magnús Haukur Harðarson í Innkastinu.

Samband Samma og Jóns mjög gott
Síðasti leikur Davíðs með liðið var 0-5 tap gegn ÍBV en Vestramenn eru tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Vestri mun heimsækja KA og Aftureldingu áður en liðið leikur gegn KR á heimavelli í lokaumferðinni.

Í morgun sagði Vísir að Jón Þór Hauksson myndi stýra Vestra í þeim þremur leikjum sem eru eftir af tímabilinu. Þessi lending kemur umsjónarmönnum Innkastsins ekki á óvart en þeir giskuðu á hana í þættinum í gær.

„Okkur datt í hug að Jón Þór Hauksson tæki þessa þrjá leiki. Samband hans við Samma er víst mjög gott og ef Sammi hringir og segist vera í tómum skít og það þurfi að tjakka þetta upp..." sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner