Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   sun 30. október 2016 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kristófer Sigurgeirs: Hætti ekki alveg í bröndurunum
Kristófer Sigurgeirsson.
Kristófer Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristófer Sigurgeirsson mun á næstu dögum stýra sinni fyrstu æfingu sem þjálfari Leiknis í Breiðholti. Kristófer hætti sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sumarið og var fljótlega ráðinn til Leiknis.

„Eftir að þetta kláraðist með Blikunum var maður hálf tvístígandi í því sem maður vildi fara að gera. Ég hugsaði um að taka mér pásu en það er oftast þannig hjá mér að eitthvað dettur upp í hendurnar á mér. Það var eiginlega það sem gerðist hjá Leikni, þegar þeir hringdu varð ég strax spenntur," segir Kristófer en viðræðurnar við Leikni tóku ekki

„Þetta gerðist hratt. Ég var í fríi með konunni úti í Miami þegar símtalið kom. Ég held að þetta hafi tekið hátt í tvo tíma. Þegar ég finn að ég hef áhuga á einhverju þá vil ég kýla á það."

Ákveðin deyfð var yfir Leikni í sumar eftir fall úr Pepsi-deildinni og hafnaði liðið í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar.

„Maður hefur oft komið í Leiknisheimilið og fundið að þetta er sérstakur klúbbur, maður hefur fengið þá tilfinningu að það sé gaman hér. Ég vill hafa gaman. Það er algengt að lið lenda í basli þegar þau falla niður, það kemur smá sjokk eftir Pepsi og við þurfum bara að rífa okkur upp. Auðvitað setjum við stefnuna aftur upp."

Eftir fallið úr Pepsi-deildinni hefur Leiknir misst nokkra af sínum sterkustu leikmönnum, á síðustu vikum hefur Óttar Bjarni Guðmundsson farið í Stjörnuna og Sindri Björnsson í Val. Það má segja að Leiknir sé að ganga í gegnum ákveðið breytingaskeið.

„Það er samt góður grunnur til staðar og þetta er ekki eitthvað sem ég hræðist. Ég er vanur því að vinna með ungum leikmönnum og reyna að búa eitthvað til. Mér finnst það mjög gaman. Við munum mæta með fínasta lið næsta sumar," segir Kristófer.

Hann segist gera sér grein fyrir því að hann þurfi að breyta sínum áherslum þegar hann fer úr stöðu aðstoðarþjálfara upp í stöðu aðalþjálfara.

„Þetta eru tvær ólíkar stöður og ég geri mér grein fyrir því. Maður þarf að halda vissri fjarlægð sem þjálfari en maður getur alltaf verið skemmtilegi gæinn sem aðstoðarþjálfari. Ég mun samt örugglega koma með einhverja brandara, maður fer ekki alveg úr karakter," segir Kristófer sem vill ekki fara nánar út í viðskilnað sinn við Blika.

„Þetta er eitthvað sem ég vil ekkert endilega fara út í. Þetta er ekkert alvarlegt og er ekkert í vondu en þetta er kannski eitthvað sem var bara gott."

Kristófer var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner