Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 30. október 2020 11:12
Magnús Már Einarsson
Stjarnan 60 ára - Afmælisgjöfin samningur við Daníel Laxdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan í Garðabæ fagnar í dag 60 ára afmæli sínu. Á Facebook síðu félagsins er birt myndband af því tilefni.

Í myndbandinu eru svipmyndir frá Stjörnunni í gegnum tíðina en í lok myndbandsins er tilkynnt um framlengingu á samningi við Daníel Laxdal.

Samningur Daníels var að renna út en nu er ljóst að hann verður áfram í Garðabænum næstu tvö árin.

Hinn 34 ára gamli Daníel hefur spilað með Stjörnunni allan sinn feril en hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2014 og bikarmeistari árið 2018.

Samtals hefur Daníel spilað 354 leiki með Stjörnunni og skorað í þeim fimmtán mörk.


Athugasemdir
banner