Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mán 30. nóvember 2020 16:34
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Leicester og Fulham: Harvey Barnes á bekknum
Fylgst með leikjunum í úrslitaþjónustu á forsíðu
Leicester getur komist upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar ef liðið vinnur Fulham í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast klukkan 17:30, í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Fulham er í fallsæti en getur komist uppfyrir strikið ef liðið nær óvæntum sigri á King Power leikvangnum.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur sjö sinnum mætt Fulham í ensku úrvalsdeildinni og alltaf fagnað sigri.

Þessi leikur kemur aðeins of snemma fyrir Timothy Castagne og Wilfred Ndidi sem enn eru á meiðslalista Leicester. Harvey Barnes þarf að sætta sig við að vera á bekknum í kvöld en Jamie Vardy er á sínum stað í fremstu víglínu.

Meðal byrjunarliðsmanna hjá Fulham er Ruben Loftus-Cheek sem er á láni frá Chelsea.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Justin, Fofana, Evans, Fuchs, Thomas, Mendy, Tielemans, Praet, Maddison, Vardy

Byrjunarlið Fulham: Areola, Aina, Andersen, Adarabioyo, Robinson, Cavaleiro, Anguissa, Reed, Loftus-Cheek, Lookman, Reid


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner