Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
banner
   fim 30. nóvember 2023 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Glódís á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í morgun.
Glódís á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Létt skokk í Cardiff.
Létt skokk í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er vön því að spila í desember og janúar og þá er kalt en leikurinn er bara svo mikilvægur bæði fyrir okkur og þær og veðrið skiptir engu máli. Þetta verður hörkuleikur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Annað kvöld sækir Ísland lið Wales heim á Cardiff City leikanginn hér í Wales. Ísland vann fyrri leikinn heima 1-0 en eftir þann leik sagði Glódís frá því að það hafi verið ruglingur með nýtt leikkerfi sem Ísland er að aðlagast. Síðan eru komnir fjórir leikir í því kerfi og það að koma.

„Við erum aðeins búin að fara betur yfir marga punkta og það hefur líka verið mikil bæting í okkar leik síðan við spiluðum á móti Wales. Það eru margir punktar sem við höfum lagt mikla áherslu á og mér hefur fundist við vera að bæta í leikjunum sem við höfum spilað hingað til. Við höldum áfram með það en það skiptir ekki alltaf höfuðmáli hvaða kerfi við spilum. Eins og ég sagði eftir þann leik er það viljinn og hausinn sem skiptir mestu máli fyrir okkur."

Hvernig finnst þér samt nýtt leikskipulag sem við erum að breyta í, heillar það þig?

„Jájá, það fer eftir hvað okkur vantar fyrir hvern leik fyrir sig. Undanfarið höfum við verið að spila það sem við erum vanar að gera og það hefur gengið vel. Ég býst við að við höldum áfram að gera það."

Eftir sigur í fyrri leiknum má gera ráð fyrir að þið ætlið að vinna þennan leik?

„Algjörlega, við höfum alltaf sagt að við förum í alla leiki til að vinna og það er hugarfar sem við erum allar með, ekki bara með landsliðum heldur sama hvaða aðstæðum við erum í. Við erum mikið keppnisfólk. Við áttum okkur á að þetta er jafnasti leikurinn í riðlinum og leikurinn sem við eigum mesta möguleika í.Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur því við þurfum að halda okkur í A-deild og með sigri á morgun erum við allavega búin að tryggja umspil."

Hvernig heldurðu að leikurinn veðri?

„Ég býst við að þær muni koma hátt upp á völlinn. Þær þurfa sigur. Við erum búin að fá þrjú stig gegn þeim og því nægir eitt stig okkur en við ætlum líka að vinna þennan leik. Ég býst því við að hann verði vonandi svolítið opinn að þeirra hálfu því þær þurfa að sækja til sigurs. Vonandi getum við nýtt okkur það. Mikilvægast fyrir okkur er að halda markinu hreinu."

Og breika hratt á þær ef þær koma framarlega?

„Já ef þær ætla að koma framarlega þá verðum við að gera það. Að sama skapi þurfum við að geta haldið í boltann og spila leikinn ef hann veðrur opinn fyrir skyndisóknir."
Athugasemdir
banner
banner