Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 30. nóvember 2023 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Glódís á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í morgun.
Glódís á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Létt skokk í Cardiff.
Létt skokk í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er vön því að spila í desember og janúar og þá er kalt en leikurinn er bara svo mikilvægur bæði fyrir okkur og þær og veðrið skiptir engu máli. Þetta verður hörkuleikur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Annað kvöld sækir Ísland lið Wales heim á Cardiff City leikanginn hér í Wales. Ísland vann fyrri leikinn heima 1-0 en eftir þann leik sagði Glódís frá því að það hafi verið ruglingur með nýtt leikkerfi sem Ísland er að aðlagast. Síðan eru komnir fjórir leikir í því kerfi og það að koma.

„Við erum aðeins búin að fara betur yfir marga punkta og það hefur líka verið mikil bæting í okkar leik síðan við spiluðum á móti Wales. Það eru margir punktar sem við höfum lagt mikla áherslu á og mér hefur fundist við vera að bæta í leikjunum sem við höfum spilað hingað til. Við höldum áfram með það en það skiptir ekki alltaf höfuðmáli hvaða kerfi við spilum. Eins og ég sagði eftir þann leik er það viljinn og hausinn sem skiptir mestu máli fyrir okkur."

Hvernig finnst þér samt nýtt leikskipulag sem við erum að breyta í, heillar það þig?

„Jájá, það fer eftir hvað okkur vantar fyrir hvern leik fyrir sig. Undanfarið höfum við verið að spila það sem við erum vanar að gera og það hefur gengið vel. Ég býst við að við höldum áfram að gera það."

Eftir sigur í fyrri leiknum má gera ráð fyrir að þið ætlið að vinna þennan leik?

„Algjörlega, við höfum alltaf sagt að við förum í alla leiki til að vinna og það er hugarfar sem við erum allar með, ekki bara með landsliðum heldur sama hvaða aðstæðum við erum í. Við erum mikið keppnisfólk. Við áttum okkur á að þetta er jafnasti leikurinn í riðlinum og leikurinn sem við eigum mesta möguleika í.Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur því við þurfum að halda okkur í A-deild og með sigri á morgun erum við allavega búin að tryggja umspil."

Hvernig heldurðu að leikurinn veðri?

„Ég býst við að þær muni koma hátt upp á völlinn. Þær þurfa sigur. Við erum búin að fá þrjú stig gegn þeim og því nægir eitt stig okkur en við ætlum líka að vinna þennan leik. Ég býst því við að hann verði vonandi svolítið opinn að þeirra hálfu því þær þurfa að sækja til sigurs. Vonandi getum við nýtt okkur það. Mikilvægast fyrir okkur er að halda markinu hreinu."

Og breika hratt á þær ef þær koma framarlega?

„Já ef þær ætla að koma framarlega þá verðum við að gera það. Að sama skapi þurfum við að geta haldið í boltann og spila leikinn ef hann veðrur opinn fyrir skyndisóknir."
Athugasemdir
banner
banner
banner