Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 30. nóvember 2023 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Þorsteinn á æfingu Íslands í morgun.
Þorsteinn á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Steini tók þátt í reit með stelpunum fyrir alvöruna á æfingunni.
Steini tók þátt í reit með stelpunum fyrir alvöruna á æfingunni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Skallað frá.
Skallað frá.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Kuldinn á ekki að skipta okkur neinu máli. Leikmennirnir eru vanir að spila í kulda í Evrópu núna. Það er ekkert vandamál, völlurinn er upphitaður, þetta er ekki Laugardalsvöllur," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í dag en framundan er leikur við Wales í Þjóðadeild Evrópu og samkvæmt spám gæti orðið -4 gráðu frost þegar leikurinn fer fram.

Leikurinn hefst klukkam 19:15 annað kvöld á Cardiff City leikvangnum en íslenska liðið hefur verið í undirbúningi hér í Cardiff alla vikuna.

„Það eru allir leikmenn heilir og allar með á æfingu í dag. Það lítur allt vel út og ekki yfir neinu að kvarta," sagði Þorsteinn.

„Við reynum að fara af krafti í þennan leik og vitum að Wales kemur til með að pressa okkur hátt og það verða læti í þeim. Við verðum að vera tilbúin að takast á við það og mæta þeim í því. Mér fannst við gera það vel í síðustu tveimur leikjum og þurfum að halda því áfram og vera við sjálf inni á vellinum og þora að framkvæma þá hluti sem leikmenn geta og ef þær gera það þá fáum við góð úrslit," sagði Þorsteinn en má búast við að íslenska liðið sæki hátt líka?

„Það þróast eins og fótboltaleikur þróast en við erum ekki endilega að fara að vera út um allan völl að pressa hátt endilega. Við komum til með að loka ákveðnum svæðum og hleypa þeim í önnur svæði til að reyna að vinna boltann ofarlega á vellinum. Við erum ekki að fara að liggja til baka. Svo sér maður til hvernig leikurinn þróast."

Er búist við hörku? „Já það má búast við að það verði læti í þessum leik og það verði barátta því þetta er úrslitaleikur fyrir þær allavega. Það er ljóst að við þurfum að vera tilbúin í að það verði grimmd í þeim og þær láti finna fyrir sér."

Þorsteinn hefur verið að finna nýtt lið til að spila á eftir að margir leikmenn hættu eftir síðasta ár. Má búast við að hann verði með sama lið og í síðasta verkefni?

„Það kemur bara í ljós. Við höfum verið að finna okkur í þessu en liðið hefur verið tiltölulega líkt milli leikja í Þjóðadeildinni. Það kemur í ljós hvernig þetta verður á morgun," sagði hann en býst hann við að verða sóknarsinnaðri en gegn Dönum og Þjóðverjum í síðasta glugga?

„Við vorum með boltann 40% á móti Dönum og meira með boltann á móti Þjóðverjum en Dönum. Það kemur bara í ljós og snýst aðallega um hvað þú gerir við boltann. Ef við erum markviss í okkar sóknaraðgerðum þá komum við til með að skora og skapa færi. Auðvitað þurfum við líka að verjast því þetta snýst um að vinna fótboltaleikinn og spila vel."

Ertu ekki að kynna þetta fyrir stelpunum sem úrslitaleik til að klára að tryggja sætið í umspilið, er ekki betra að klára það hér en að eiga það eftir gegn Dönum?

„Við höfum ekki rætt það sem slíkt hvort þetta sé úrslitaleikur eða ekki. Við þurfum bara að fara í þennan leik til að vinna. Svo kemur í ljós hver niðurstaðan verður. Við þurfum að fá ákveðna hluti út úr þessum leik til að klára þriðja sætið ef við ætlum að gera það hér."
Athugasemdir
banner
banner