Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
banner
   lau 30. nóvember 2024 12:25
Elvar Geir Magnússon
Spilar í Sádi-Arabíu en er orðaður við Real Madrid og Man City
Gabri Veiga í leik í Sádi-Arabíu.
Gabri Veiga í leik í Sádi-Arabíu.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gabri Veiga fékk talsverða gagnrýni þegar hann fór í deildina í Sádi-Arabíu í fyrra. Margir settu spurningamerki við að þessi 22 ára leikmaður færi út fyrir Evrópu þegar hann ætti sín bestu fótboltaár framundan.

Veiga gekk í raðir Al-Ahli þrátt fyrir að hafa verið orðaður við stórlið í Evrópu. En áhuginn á honum virðist ekkert hafa minnkað eftir þessa ákvörðun hans.

Veiga er ekki sagður vera að þrýsta neitt á að vera seldur til Evrópu en er meðvitaður um að Real Madrid og Manchester City hafi áhuga og séu að fylgjast með sér.

Veiga á átján mánuði eftir af samningi sínum og framtíð hans ætti að skýrast á komandi mánuðum.

Spænskir sparkspekingar telja að það yrði þó óvænt ef Real Madrid myndi gera tilboð, í ljósi þess að liðið er með Arda Guler, Rodrygo Goes og Brahim Diaz sem geta spilað fyrir aftan framherjann.
Athugasemdir
banner
banner
banner