Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal og Dortmund mistókst að landa Fresneda
Mynd: EPA

Spænski bakvörðurinn Ivan Fresneda var gríðarlega eftirsóttur af Borussia Dortmund og Arsenal í janúarglugganum en hann verður áfram á Spáni út tímabilið samkvæmt spænskum fjölmiðlum.


Fresneda er mikilvægur hlekkur í liði Real Valladolid þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. 

Hann er samningsbundinn Valladolid til 2025 og er hægt að búast við því að hann verði seldur frá félaginu næsta sumar.

Fresneda vill skipta um félag en hann er einnig þakklátur Valladolid fyrir að hafa gefið sér tækifæri og vill skilja í sátt við stjórn félagsins.

Þessar fregnir eru skellur fyrir ýmis félög sem sjá núna fram á blóðuga baráttu um leikmanninn yfir sumarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner