Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Thomas Delaney til Hoffenheim (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Sevilla

Þýska félagið Hoffenheim er búið að tryggja sér Thomas Delaney á lánssamningi frá Sevilla sem gildir út tímabilið.


Delaney, sem spilaði 88 leiki á þremur árum hjá Borussia Dortmund, gekk í raðir Sevilla sumarið 2021 fyrir 7 milljónir evra. Hann spilaði 35 leiki á sínu fyrsta tímabili en þykir ekki henta leikstíl félagsins. Pape Gueye kemur á láni frá Marseille til að fylla í skarð Delaney.

Á þessari leiktíð hefur Delaney spilað 12 leiki fyrir Sevilla og er ekki með fast sæti í byrjunarliðinu.

Delaney er 31 árs landsliðsmaður Dana með 72 leiki að baki fyrir þjóð sína. Hann er samningsbundinn Sevilla til 2025.

Hann á að hjálpa Hoffenheim sem er óvænt í fallbaráttu, með 19 stig eftir 18 umferðir og þremur stigum frá fallsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner