Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. mars 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Del Piero gagnrýnir Ronaldo - „Þetta var of mikið"
Alessandro Del Piero
Alessandro Del Piero
Mynd: Getty Images
Alessandro Del Piero, fyrrum leikmaður Juventus og ítalska landsliðsins, var ekki parhrifinn af hegðun Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Serbíu á dögunum.

Það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum leik Serbíu gegn Portúgal en á dögunum kom Ronaldo boltanum yfir línuna áður en varnarmaður Serba hreinsaði boltanum í burtu.

VAR- og marklínutækni er ekki í undankeppni HM og var Ronaldo allt annað en sáttur þegar dómarinn dæmdi ekki mark. Hann tók af sér fyrirliðabandið og gekk af vellinum en Del Piero var ekki ánægður með þessa hegðun Ronaldo.

„Hann fór yfir strikið. Hann ætti ekki að haga sér svona eða á þennan hátt. Það er allt í lagi að vera reiður og það er allt í lagi að ræða þetta við dómarann en að henda fyrirliðabandinu og fyrir fyrirliða að haga sér svona er ekki í lagi. Ég get skilið þetta augnablik og mikilvægi leiksins og metnaðinn sem hann leggur í allt sem hann gerir," sagði Del Piero.
Athugasemdir
banner
banner
banner