Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 31. mars 2023 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Dómarar náðu samkomulagi um launahækkun
Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ og Egill Arnar Sigurþórsson, formaður FDD
Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ og Egill Arnar Sigurþórsson, formaður FDD
Mynd: KSÍ
KSÍ og Félag deildardómara (FDD) hafa undirritað nýjan samning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. desember 2026.

Dómarar höfðu verið í viðræðum við KSÍ um nýjan samning en þeim barst tilboð frá fótboltasambandinu fyrir viku síðan en því var hafnað.

Í kjölfarið ákváðu dómararnir að sniðganga ráðstefnu landsdómara KSÍ til að mótmæla.

FDD og KSÍ hafa nú náð samkomulagi og var það undirritað í dag en samningurinn gildir til næstu þriggja ára.

„Dómarar eru mikilvægur hluti af leiknum og er ég mjög ánægð með þennan langtímasamning sem tryggir starfsumhverfi dómara næstu árin,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ við undirskrift.

Einungis 10 dagar eru í að keppni í Bestu deild karla hefjist, þá er Mjólkurbikarinn farinn af stað og úrslitaleikir í Lengjubikar karla og kvenna fara fram um helgina. Því er nóg fram undan hjá dómurum landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner