Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. mars 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erlendur þjálfari er möguleiki - Tíu aukakostir ef leitað verður út
Icelandair
Lars Lagerback og Arnar Þór Viðarsson.
Lars Lagerback og Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er að fara af stað þjálfaraleit hjá A-landsliði karla eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í gær.

Karlalandsliðinu hefur áður vegnað vel með erlendan þjálfara og það kemur til greina í þetta skiptið að ráða bæði íslenskan eða erlendan þjálfara.

„Fjölmiðlafólkið er aðeins að hjálpa okkur, það koma alls konar hugmyndir þaðan. Svo eru ýmsar leiðir. Við þekkjum mann og annan. Það eru til umboðsmenn og alls konar leiðir. Núna fer leitin að landsliðsþjálfara A-landsliðsþjálfara karla af stað og við ætlum að gera eins vel og við getum. Við vitum af tímapressunni en við viljum að taka góða ákvörðun," sagði Vanda.

„Það skiptir ekki máli (hvort hann sé íslenskur eða erlendur), bara að fá góðan þjálfara."

Ef KSÍ ákveður að leita á erlenda markaðinn þá eru nokkrir áhugaverðir kostir án starfs í augnablikinu. Hér fyrir neðan má sjá tíu erlenda kosti sem eru að einhverju leyti raunhæfir - sumir raunhæfari en aðrir - sem Fótbolti.net tók saman. Hér er orðið raunhæft ítrekað og því eru þjálfarar eins og Antonio Conte, Julian Nagelsmann og Mauricio Pochettino ekki á listanum.

Það má segja að þetta séu aukakostir því Age Hareide, Erik Hamren, Lars Lagerback og Sam Allardyce voru á lista í gær og þeir eru því ekki á þessum lista, en þeir eru allir mjög svo áhugaverðir kostir.

Sjá einnig:
Tíu sem gætu tekið við landsliðinu af Arnari
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Athugasemdir
banner
banner