Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 31. mars 2023 07:35
Elvar Geir Magnússon
Mount hefur áhuga á að fara til Bayern - Tottenham vill Kompany
Powerade
Mason Mount gæti flogið til Þýskalands.
Mason Mount gæti flogið til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Messi til Sádi-Arabíu eða jafnvel Bandaríkjanna?
Messi til Sádi-Arabíu eða jafnvel Bandaríkjanna?
Mynd: EPA
Kompany er orðaður við Tottenham.
Kompany er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson sóknarmaður Brighton.
Evan Ferguson sóknarmaður Brighton.
Mynd: Getty Images
Giroud er að skrifa undir nýjan samning.
Giroud er að skrifa undir nýjan samning.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Velkomin í slúðurheima á föstudegi. Hér finnur þú Mount, Messi, Kane, Kudus, Ramos, De Jong, Moyes og fleiri kunna kappa. Góða helgi!

Chelsea vill 70 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Mason Mount (24), þrátt fyrir að hann sé að sigla inn í síðasta ár samnings síns. (Athletic)

Mount hefur áhuga á að ganga í raðir Bayern München og endurnýja kynni sín af Thomas Tuchel, fyrrum stjóra Chelsea. (Guardian)

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru nálægt því að fá Anthony Barry, aðstoðarþjálfara Chelsea, í teymi sitt. (90min)

Declan Rice (24), miðjumaður West Ham, er ekki skotmark Bayern og þær sögur eru ekki sannar að forráðamenn þýska félagsins hafi rætt við umboðsmenn hans í síðustu viku. (Sky Sports Þýskalandi)

Al Hilal í Sádi-Arabíu hefur boðið Lionel Messi (35), sóknarmannin Paris St-Germain, að verða launahæsti leikmaður heims. (Mirror)

Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni er bjartsýnt á að fá Messi frá PSG og spænska miðjumanninn Sergio Busquets (34) frá Barcelona fyrri næsta tímabil. (Sport)

Harry Kane (29), sóknarmaður Tottenham og Englands, er enn efstur á óskalista Manchester United. Aðrir á blaði eru Mohammed Kudus (22) hjá Ajax, Goncalo Ramos (21) hjá Benfica og fleiri. (Manchester Evening News)

Vonir Manchester United um að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) gætu aukist þar sem Barcelona er að reyna að fá Ilkay Gundogan (32) frá Manchester City. (Mirror)

Umboðsmaður Gundogan segir ekki rétt að leikmaðurinn hafi tekið ákvörðun um framtíð sína. Hann segir hann þó opinn fyrir því að færa sig um deild. (Guardian)

Vincent Kompany (36), stjóri Burnley, er efstur á blaði hjá Tottenham en félagið leitar að manni í stað Antonio Conte. (Sun)

Leiðir West Ham og David Moyes munu líklega skilja eftir tímabilið, þrátt fyrir að liðið nái að bjarga sér frá falli. (90min)

Leeds United gæti snúið sér að Patrick Vieira, fyrrum stjóra Crystal Palace, í sumar ef spænski stjórinn Javi Gracia verður ekki áfram. (TalkSport)

Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte (28) hjá Manchester City er á óskalista Paris St-Germain. (Football Insider)

Chelsea og Tottenham munu berjast um ítalska varnarmanninn Alessandro Bastoni (23) hjá Inter, í sumar. (Fichajes)

Arsenal mun reyna að kaupa spænska varnarmanninn Eric Garcia (22) aftur til félagsins frá Bacelona í sumar. Leikmaðurinn hafnaði þeim í janúarglugganum. (Mundo Deportivo)

Manchester City og Paris St-Germain hafa gert tilboð í króatíska varnarmanninn Luka Vuskovic (16) hjá Hajduk Split. Króatíska félagið er ekkert að flýta sér að selja hann því fleiri félög um alla Evrópu hafa áhuga. (90min)

Sóknarmaðurinn írski Evan Ferguson (18) hjá Brighton vill halda áfram að þróast hjá félaginu, þrátt fyrir áhuga margra annarra úrvalsdeildarfélaga. (Sun)

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á danska miðverðinum Andreas Christensen (26) hjá Barcelona. (ESPN)

Spænski framherjinn Ansu Fati (20) vill halda áfram að berjast fyrir spiltíma hjá Barcelona. (AS)

Spænski markvörðurinn David de Gea (32) segist enn ánægður hjá Manchester United en viðræður um nýjan samning halda áfram. (Sky Sports)

Spænski framherjinn Rodrigo Moreno (32) hjá Leeds gæti yfirgefið félagið í sumar ef það fellur. (Football Insider)

Franski framherjinn Olivier Giroud (36) er að skrifa undir nýjan samning við AC Milan sem gildir til 2024. (Fabrizio Romano)

AC Milan hefur boðist að fá Naby Keita (28) sem yfirgefur Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar. (Calciomercato)

Jose Mourinho hefur sagt Roma að hann vilji standa við samning sinn sem rennur út 2024. Orðrómur hefur verið um að hann gæti yfirgefið félagið en Paris St-Germain hefur áhuga. (Corriere dello Sport)

Tottenham gæti skoðað það að kaupa lánsmanninn Clement Lenglet (27) alfarið frá Barcelona fyrir um 12,3 milljónir punda. Franski miðvörðurinn er ekki lengur í áætlunum Barcelona. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner