Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur heldur Rey Cup Senior til styrktar FC Sækó
Mynd: Twitter
Mynd: KSÍ

Á morgun, laugardaginn 1. apríl, mun Þróttur halda sérstakt Rey Cup Senior mót þar sem er aldurstakmark á þátttakendum.


Enginn leikmaður undir 40 ára aldri fær þátttökurétt á Rey Cup Senior og mun allur ágóði mótsins renna til styrktar FC Sækó, fótboltafélagi sem vinnur markvisst að því að efla andlega og líkamlega heilsu fólks með geðraskanir, auka virkni þess og gefa því tækifæri til að iðka knattspyrnu sem og að draga úr fordómum.

Rey Cup Senior er haldið í anda hins geysivinsæla Rey Cup móts sem er haldið árlega í Laugardalnum. Þar eru þátttakendur á aldursbilinu 13 til 16 ára og taka fleiri tugir fótboltafélaga utan úr heimi þátt í mótinu.

Aðeins 8 lið mæta til leiks á Rey Cup Senior mótið þar sem fimm þeirra eru íslensk og hin þrjú skosk. Grótta, Keflavík, Léttir, Þróttur R. og FC Sækó mæta til leiks á mótinu ásamt Falkirk Foundation FFIT, Raith Rover Seniors og Scotland Select.

Rey Cup Senior fer fram milli kl. 12 og 16 á laugardaginn og að móti loknu verður haldið til móttöku hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þess má geta að Rey Cup Senior er einnig með undirtitilinn North Atlantic Cup.

Oldboys-hópur Þróttar telur hátt í 200 iðkendur og boðið er upp á níu æfingar á viku allt árið um kring fyrir félagsmenn. Ástæða góðrar mætingar liða frá Skotlandi á fyrsta Rey Cup Senior-mótið eru náin tengsl Þróttara við Skotland, sem þróast hafa um áratuga skeið. Fyrst gegnum samskipti og gagnkvæmar liðsheimsóknir Þróttar og skoskra liða, sem David Moyes eldri stýrði gjarnan. En nú á síðari árum með árlegum keppnisferðum Oldboys Þróttar til Skotlands undir stjórn Marc Boal, Íslandsvinar frá Aberdeen.


Athugasemdir
banner
banner